Fara í efni

Nýsköpunarvikan 2022 - Fyrsta vetnisgrill á Íslandi

Á ljósmynd eru starfsmenn Eims, Bláma og Orkídeu ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðna…
Á ljósmynd eru starfsmenn Eims, Bláma og Orkídeu ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Viðburðir

Nýsköpunarvikan 2022 - Fyrsta vetnisgrill á Íslandi

Eimur, Blámi og Orkídea stóðu fyrir tímamótaviðburð á setningardegi Nýsköpunarvikunnar 2022, þegar systraverkefnin grilluðu í fyrsta sinn með vetni hér á landi. Um 300 manns sóttu viðburðinn við Hugmyndarhúsið Grósku í Höfuðborginni í sól og blíðu þar sem boðið var uppá íslenskt vetnisgrillað grænmeti. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra var á meðal gesta og þökkum við henni öðrum góðum gestum kærlega fyrir komuna.

Nýsköpunarvikan (Iceland Innovation Week) stendur yfir dagana 16.- 20. maí 2022. Nýsköpunarvikan er hátíð þar sem fyrirtækjum og frumkvöðlum gefst kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þar sem spennandi sóknarfæri og frjóar hugmyndir geta sprottið upp. Hátíðin inniheldur fjölbreytta og áhugaverða viðburði í raunheimum og í gegnum netið.