Fara í efni

"Gerum okkur mat úr jarðhitanum" - úrslit

"Gerum okkur mat úr jarðhitanum" - úrslit

Úrslit úr matvælasamkeppni Eims: "Gerum okkur mat úr jarðhitanum" verða kynnt í Hofi fimmtudaginn 14. júní kl 16:00.
Alls bárust 20 tillögur í samkeppnina um nýjar leiðir til að nýta jarðhita við framleiðslu á matvælum og næringarefnum.
Dómnefnd hefur valið fjórar tillögur sem keppa munu til úrslita. Hugmyndasmiðirnir munu kynna tillögurnar og dómnefnd í framhaldinu velja og tilkynna sigurvegarann. Verðlaunin fyrir sigurhugmyndina eru tvær milljónir króna.
Boðið verður upp á fjölbreyttan mat úr héraði frá 1862 bistro.

Auglýsingar sem N4 framleiddi til að vekja athygli á samkeppninni má sjá hér.