Fara í efni

Kolfinna María ráðin verkefnastjóri hjá Eimi

Kolfinna María ráðin verkefnastjóri hjá Eimi

Kolfinna María Níelsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri hjá Eimi.

Kolfinna María er ættuð og uppalin að austan en hefur búið á Akureyri frá menntaskólaaldri. Kolfinna er menntaður félagsvísinda- og ferðamálafræðingur og hefur BA gráðu frá Háskólanum á Akureyri. Þá stundaði Kolfinna einnig meistaranám í ferðamálafræði með áherslu á samfélagsgreiningar við Álaborgarháskólann í Kaupmannahöfn, en þar bjó hún með fjölskyldu sinni í þrjú ár. Kolfinna var áður hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og vann þar meðal annars við markaðs- og kynningarmál.

Kolfinna mun sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir Eim og mun einnig stýra verkefninu Norðanátt.

Hægt er að ná á Kolfinnu í netfangið kolfinna@eimur.is eða í síma 670-1111

Við bjóðum Kolfinnu hjartanlega velkomna til starfa.