Fara í efni

Sænsk hugmyndasamkeppni um nýtingu umframhita

Sænsk hugmyndasamkeppni um nýtingu umframhita

Innovation call
Innovation call

Sænsku sveitarfélögin Malmö, Lundur, Oskarshamn og Bjuv, í samstarfi við E.ON, ICA, Fastigheter, Veolia og fleiri hafa hrint af stað hugmyndasamkeppni um nýtingu umframhita frá iðnaði til að framleiða mat eða aðrar lífrænar afurðir innan borgarsamfélagsins. Umframhiti kemur oft fram sem hreint heitt vatn og eins og EIMUR hefur verið að benda á þá er þetta auðlind sem hreinlega er að fara til spillis. 

Þessi fjögur sveitarfélög í Svíþjóð hafa sett sér það að markmiði að fanga þetta umframvatn og nota til að framleiða fisk, grænmeti og aðrar lífrænar afurðir innan borgarmarkanna. Til að finna bestu lausnirnar hafa þessi sveitarfélög eins og áður sagði hrint af stað alþjóðlegri hugmyndasamkeppni þar sem unnið verður svo áfram með vinningstillögurnar og búnar til endanlegar lausnir. 

Við hvetjum alla sem eru með sniðugar hugmyndir að taka þátt en umsóknarfrestur er 2. júní. Það þarf þó ekki að skila inn fullmótuðum tillögum þá, heldur aðeins lýsingu á hugmynd (max 2 bls). Allar nánari upplýsingar má finna hér