Fara í efni

Sigurvegari Hacking Norðurland - Grænlamb

Sigurvegari Hacking Norðurland - Grænlamb

Verkefnið Grænlamb – Keldhverfst kjöt af algrónu landi bar sigur úr bítum á lausnamótinu Hacking Norðurland sem fór farm um síðastliðna helgi með glæsibrag. Yfir 60 einstaklingar tóku þátt í viðburðinum þar sem unnið var með nýtingu auðlinda með tilliti til orku, vatns og matar.

Fjölbreytt og skemmtileg teymi þróuðu áfram áhugaverð verkefni í gegnum samsköpunarlausnina Hugmyndaþorp. Teymin gátu leitað ráðgjafar hjá reynslumikilum mentorum á meðan viðburðinum stóð ásamt því að sækja innblátur í áhugaverða fyrirlestra. Á loka degi lausnamótsins voru svo verkefnin kynnt fyrir dómnefnd.

Sigurverkefnið, Grænlamb – Keldhverfst kjöt af algrónu landi, felur í sér að búa til vörumerki fyrir keldhverfska sauðfjárbændur sem er með vottun um að féð gangi á velgrónu og sjálfbæru landi. Samhliða því er ætlunin að auka verðmæti sauðfjárafurða Kelduhverfis og um leið gefa neytendum tækifæri til að kaupa kolefnislausan próteingjafa. Að baki hugmyndarinnar standa frumkvöðlarnir Berglind Ýr Ingvarsdóttir, Guðríður Baldvinsdóttir og Salbjörg Matthíasdóttir sem eiga það allar sameiginglegt að vera sauðfjárbændur í Kelduhverfi. 

Verkefnið Geothermal Ginger hlaut viðurkenninguna Frumlegasta verkefnið. Markmið verkefnisins er að rækta engifer og vinna úr því vörur sem og opna augu fleiri fyrir ræktun á áður innfluttum vörum.

Verkefnið Automated container farms for fresh and healthy vegetables hlaut viðurkenninguna Vinsælasta verkefnið. Áherlsur verkefnisins er að að þróa fullkomlega sjálfvirkar ræktunar einingar í notaða flutningagáma.

Viðurkenningu fyrir Virkasta þátttakandan hlaut Amber Monroe en hún var í forsvari fyrir verkefnið Ísponica

Upplýsingar um öll verkefni lausnamótsins má finna hér

Upptökur af viðburðum lausnamótsins má finna á Facebook-síðum Eims og Hacking Hekla

 

verðlaun