Fara í efni

Tuttugu hugmyndir bárust í matvælasamkeppni

Tuttugu hugmyndir bárust í matvælasamkeppni

Alls bárust 20 hugmyndir í hugmyndasamkeppnina "Gerum okkur mat úr jarðhitanum" en skilafresturinn rann út á miðnætti í gær. Úrslitin verða tilkynnt á viðburði í Hofi um miðjan júní. Tillögurnar sem bárust voru mjög fjölbreyttar og líklega verður úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina sem hefja mun störf síðar í vikunni. 

Eimur leitar sífellt að nýjum hugmyndum að því hvernig hægt er að auka fjölbreytni í nýtingu jarðhitans á NA-landi. Ljóst er að með því að halda reglulega hugmyndasamkeppnir er hægt að fá fram skapandi og skemmtilegar tillögur, og jafnvel að koma þeim í framkvæmd. Stefnt er að því að halda næstu samkeppni í haust. Lumar þú á góðri jarðhitahugmynd? Endilega láttu okkur vita.