Fara í efni

Tveir mentorafundir afstaðnir í Vaxtarrými - Norðanátt

Tveir mentorafundir afstaðnir í Vaxtarrými - Norðanátt

Þátttakendur í Vaxtarrými hafa nú lokið tveimur mentorafundum í viðskiptahraðlinum. Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall beint að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vaxa og efla sig og sín fyrirtæki. Einn liður í þeirri eflingu er að hitta reynslumikla leiðbeinendur, aðra frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja. 

Á mynd að ofan eru þau:

- Bergrún Björnsdóttir, fjárfestingastjóri hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna
- Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Pure Natura
- Kjartan Sigurðsson (ph.d.), lector við Viðskipta og Raunvísindasvið Háskólans á Akureyri
- Tinna Hrund Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu á matvæla og sjávarútvegssviði
- Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
- Baldvin Valdemarsson, frv. sviðsstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá SSNE

Hér er hægt að lesa meira um mentorana: https://www.nordanatt.is/frumkvodlafrettir/fyrsti-mentorafundur-vaxtarrmis-2022

Á mynd hér fyrir neðan eru þau:

- Sesselía Birgisdóttir, Forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum
- Stefán Pétur Sólveigarsson, verkefnastjóri Hraðsins miðstöðvar nýsköpunar á Húsavík.
- Karl Guðmundsson, forstjóri Florealis ehf.
- Hreinn Þór Hauksson, framkvæmdastjóri viðskipta- og vöruþróunar hjá Íslenskum verðbréfum
- Rannveig Björnsdóttir, dósent við auðlindadeild Háskólans á Akureyri.
- Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus.
- Sigurður Markússon er forstöðumaður nýsköpunardeildar á Viðskiptaþróunar- og nýsköpunarsviði Landsvirkjunar.

Hér er hægt að lesa meira um mentorana: https://www.nordanatt.is/frumkvodlafrettir/annar-mentorafundur-vaxtarrmis