Fara í efni

Úrslit í hugmyndasamkeppni og kynning á tillögum

Úrslit í hugmyndasamkeppni og kynning á tillögum

EIMUR, Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf. bjóða til opins fundar og sýningar á úrslitaverkefnum í hugmyndasamkeppni
Eims. Yfirskrift samkeppninnar er nýting lághitavatns á Norðurlandi eystra.

Alls bárust 14 tillögur sem verða til sýnis á fundinum. Dómnefnd hefur valið fjórar bestu tillögurnar og munu fulltrúar hverrar þeirra halda stutta kynningu á sinni tillögu. Að lokum mun dómnefnd veita verðlaun fyrir bestu tillöguna.

Á fundinum verða einnig haldnir þrír örfyrirlestrar:

  • Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Íslenski ferðaklasinn: Hvað felst í ábyrgri ferðaþjónustu?
  • Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, Landsvirkjun: Tækifæri í orkutengdri ferðaþjónustu
  • Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkusetur: Fjölnýting jarðvarma

Fundurinn er öllum opinn.
Tekið er á móti skráningum á mak.is og er aðgangur ókeypis.