Fara í efni

Vel heppnuð vefstofa um jarðhita og matvælaframleiðslu

Vel heppnuð vefstofa um jarðhita og matvælaframleiðslu

Norðurslóðanetið, Eimur, SSNE, Rannís og Utanríkisráðuneytið stóðu fyrir vefstofunni: Regional Development & Food Security in the Arctic: The Role of Geothermal Energy, á þriðjudeginum 20. október í síðustu viku.

Þar komu saman sérfræðingar í málefnum jarðhita, sjálfbærni, viðskipta og Norðurslóða. Þátttakendur voru á heildina um 60 talsins, og komu víðsvegar að, m.a. frá Kanada, Spáni, Hollandi og Svíþjóð, auk Íslands. Jennifer Spence, aðjúkt við Carleton háskóla í Ottawa í Kanada stýrði vefstofunni og umræðum af mikilli prýði.

Mikið var rætt um nýtingu jarðhita á norðlægum slóðum jaft til húshitunar sem matvælaframleiðslu. Það var mál vefstofugesta al mikil tækifæri eru í þessum efnum víða á svæðinu. Utan Íslands er jarðefnaeldsneyti víða nýtt til upphitunar á Norðurslóðum. Uppbygging orkukerfa sem byggja á staðbundinni nýtingu jarðhita yrðu til þess efla þol samfélaga og getu til að takast á við áföll, jafnframt því að draga úr kolefnislosun. Hér á landi eru að sama skapi mikil tækifæri, sérstaklega í ylrækt hvort sem er á grænmeti eða fiski.

Við hjá Eimi þökkum fyrir ánægjulegt samstarf og vonumst til að geta endurtekið leikinn bráðlega!

Tengd frétt um vefstofuna, smellið hér.

Aðstandendur og þátttakendur vefstofunnar má sjá á myndinni hér að neðan. Á myndina vantar Elvu Gunnlaugsdóttur f.h. SSNE og Sólrúnu Svandal f.h. Norðurslóðaráðsins.

Þátttakendur vefstofu 20. okt 2020