Fara í efni

Vel heppnuð vefstofa um jarðhita og matvælaframleiðslu

Vel heppnuð vefstofa um jarðhita og matvælaframleiðslu

Vel heppnuð vefstofa um jarðhita og matvælaframleiðslu

Norðurslóðanetið, Eimur, SSNE, Rannís og Utanríkisráðuneytið stóðu fyrir vefstofunni: Regional Development & Food Security in the Arctic: The Role of Geothermal Energy, á þriðjudeginum 20. október í síðustu viku.

Þar komu saman sérfræðingar í málefnum jarðhita, sjálfbærni, viðskipta og Norðurslóða. Þátttakendur voru á heildina um 60 talsins, og komu víðsvegar að, m.a. frá Kanada, Spáni, Hollandi og Svíþjóð, auk Íslands. Jennifer Spence, aðjúkt við Carleton háskóla í Ottawa í Kanada stýrði vefstofunni og umræðum af mikilli prýði.

Mikið var rætt um nýtingu jarðhita á norðlægum slóðum jaft til húshitunar sem matvælaframleiðslu. Það var mál vefstofugesta al mikil tækifæri eru í þessum efnum víða á svæðinu. Utan Íslands er jarðefnaeldsneyti víða nýtt til upphitunar á Norðurslóðum. Uppbygging orkukerfa sem byggja á staðbundinni nýtingu jarðhita yrðu til þess efla þol samfélaga og getu til að takast á við áföll, jafnframt því að draga úr kolefnislosun. Hér á landi eru að sama skapi mikil tækifæri, sérstaklega í ylrækt hvort sem er á grænmeti eða fiski.

Við hjá Eimi þökkum fyrir ánægjulegt samstarf og vonumst til að geta endurtekið leikinn bráðlega!

Tengd frétt um vefstofuna, smellið hér.

Aðstandendur og þátttakendur vefstofunnar má sjá á myndinni hér að neðan. Á myndina vantar Elvu Gunnlaugsdóttur f.h. SSNE og Sólrúnu Svandal f.h. Norðurslóðaráðsins.

Þátttakendur vefstofu 20. okt 2020


  • Ertu með hugmynd?

    Eimur er sífellt að leita að góðum hugmyndum sem snúa að bættri nýtingu og aukinni sjálfbærni. Lumar þú á einni slíkri? 

    Sendu okkur línu