Fara í efni

Vitleysa í "Vissir þú"

Vitleysa í "Vissir þú"

Í nýjasta "Vissir þú" fróðleiksmola Eims er farið með rangt mál. Þar er því haldið fram, ranglega, að vatnið í Jarðböðunum í Mývatnssveit komi úr Kröflu. Hið rétta er að vatnið kemur náttúrulega úr Bjarnarflagi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Undanfarnar vikur hafa birst fróðleiksmolar í flestum staðarmiðlum á Norðausturlandi undir fyrirsögninni: "Vissir þú". Með því er verið að vekja athygli á mikilvægi náttúruauðlinda svæðisins með sérstaka áherslu á jarðhita. Leitast hefur verið við að hafa molana áhugaverða, upplýsandi og, síðasta en ekki síst, rétta. Það misfórst í nýjustu auglýsingunni þar sem því er haldið fram að vatnið í Jarðböðunum í Mývatnssveit komi úr Kröflu. Það er rangt. Vatnið kemur náttúrulega úr Bjarnarflagi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og verða þau leiðrétt eins fljótt og auðið er.

Virðingarfyllst,
Snæbjörn Sigurðarson
Framkvæmdastjóri