Fara í efni

Um Eim

Markmið og stefna Eims

Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu HúsavíkurSamtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins

Markmið Eims er að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi.

Í þessu felst að:

  • stuðla að bættri nýtingu orkuauðlinda, hvort sem þær eru á formi varma eða raforku.
  • bæta nýtingu hliðarstrauma, frá iðnaði, landbúnaði, eða innviðum samfélagsins, í anda hringrásarhagkerfisins
  • greiða leið orkuskipta með samstarfi við sveitarfélög, atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila svæðisins.
  • styðja við hagnýtar rannsóknir á bættri nýtingu auðlinda
  • stuðla að sjálfbærni samfélagsins og samspili umhverfis, efnahags og samfélags
  • efla atvinnulíf og verðmætasköpun svæðisins með stuðningi við frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun innan starfandi fyrirtækja
  • miðla tækifærum á þessum sviðum og kynna þau fyrir atvinnulífi, fjárfestum, opinberum aðilum, skólum og rannsóknaraðilum

Eimur miðar að því að leiða saman fólk og fyrirtæki til samstarfs um tilraunir, rannsóknir og þróunarverkefni á sviði orku-, auðlinda-, og loftslagsmála, meðal annars með öflun alþjóðlegs fjármagns.

Starfsmenn

Stjórn