Fara í efni

Gerum okkur mat úr jarðhitanum

Hugmyndasamkeppni um matvælaframleiðslu með jarðvarma á Norðausturlandi

Frestur til að skila inn hugmyndum rann út þann 15. maí sl. Fjórar hugmyndir voru valdar til úrslita og voru kynntar á viðburði í Hofi fimmtudaginn 14. júní.

Hugmyndin sem bar sigur út býtum  var: "Rearing Insects on Geothermal Energy- TULCIS – The Insect Farm to Feed the Future" sem Torsten Ullrich og Christin Irma Schröder sendur inn. Þau hlutu tvær milljónir króna í verðlaun. Í 2. sæti var hugmyndin: "Ræktun á heitsjávarrækju á Hjalteyri við Eyjafjörð" sem Magnús Þ. Bjarnason og Þorgerður Þorleifsdóttir sendu inn. Einnig komust í úrslit Jóhanna María Sigmundsdóttir og Sigmundur Hagalín Sigmundsson með hugmyndina: "Fullnýting á íslenskri yl- og útirækt með aðstoð jarðvarma" og Kristín S. Gunnarsdóttir með "Nýting náttúruafurða í Öxarfirði".

Sigurhugmyndirnar

1. sæti- "Rearing Insects on Geothermal Energy- TULCIS – The Insect Farm to Feed the Future"- Torsten Ullrich og Christin Irma Schröder

Sigurhugmyndin í matvælasamkeppni Eims

 

 

2. sæti- "Ræktun á heitsjávarrækju á Hjalteyri við Eyjafjörð"- Magnús Þ. Bjarnason og Þorgerður Þorleifsdóttir

Hugmyndin sem varð í 2. sæti í matvælasamkeppni Eims

 

 "Fullnýting á íslenskri yl- og útirækt með aðstoð jarðvarma" - Jóhanna María Sigmundsdóttir og Sigmundur Hagalín Sigmundsson 

Hugmynd sem komst í úrslit matvælasamkeppni Eims

"Nýting náttúruafurða í Öxarfirði" - Kristín S. Gunnarsdóttir

Hugmynd sem komst í úrslit matvælasamkeppni Eims

 

Aðrar hugmyndir sem sendar voru í keppnina

"Hraunbollur - Lava Balls" - Brigitte Bjarnason

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

"Þörungarækt" - Aron Heiðar Steinsson

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

 

"Niðursuða, gerilsneyðing og leifturhitun mjólkurafurða" - Aron Heiðar Steinsson

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

"Tómatarækt til þurrkunar" - Aron Heiðar Steinsson

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

 

"Geothermal energy fueled insect rearing : sustainable protein" - Fionn Larkin

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

 

"Svartlaukur" - Lísa Hlín Óskarsdóttir

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

 

"Jarðorkueldavélar með sandi, leir og hveravatni" - Ólafur Ingi Reynisson

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

"Gufuheimar" - Þórður Örn Kristjánsson

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

 

"Ræktun humla til bjórgerðar" - Börkur Emilsson 

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

"Jarðhitabakarí og súpu eldhús" - Friðrik Kristján Jakobsson

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

 

"Champignon Farm" - Michal Janusz Popiel

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

 

"Hið Íslenska Sjávarsoð" - Búi Vilhjálmur og Kristján Guðmundur

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

 "Sjálfbær - Skóli lífsins" - Árni Bergþór Bjarnason

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

 "Soðgerð" - Ólöf Kolbrún Sigurðardóttir

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

 

"Nýting jarðhita við framleiðslu á bragðefnum fyrir mjólkurvörur"- Ragnar Þór Birkisson og Birkir Þór Jónasson

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

 

"Matur er manns gaman" - Ida Marguerite Semey

Innsend hugmynd í matvælasamkeppni Eims

 

Aðdragandi

Eimur, í samstarfi við Íslensk verðbréf, Matarauð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands kallaði eftir hugmyndum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra. Hugmyndir máttu vera á hvaða stigi sem er og fela í sér allt frá framleiðslu á hráefnum til fullunninnar matvöru.

Jarðhitinn á Norðausturlandi er frábært tækifæri til þess að skapa verðmæti úr sjálfbærri orku. Óskað var eftir tillögum um hvernig nýta megi hitann í matvælaframleiðslu. Frumvinnsla, fullvinnsla, hliðarafurðir, hráefni, nýjungar, eitthvað spes, bara hvað sem er. "Við viljum heyra þína hugmynd!"

Þáttaka var öllum opin og hugmyndin mátti vera á hvaða stigi sem er. Sérstök áhersla var lögð á sjálfbærni og samvinnu ólíkra aðila.

Skila þurfti inn veggspjaldi, stærð A1, þar sem fram koma helstu atriði hugmyndarinnar. Eins var æskilegt að tillögunni fylgdi greinargerð með nánari umfjöllun. Tillögum var skilað með tölvupósti á tillogur@eimur.is.

Frestur til að skila inn hugmyndum rann út 15. maí.

Verðlaun

1. verðlaun eru kr. 2.000.000.
2. verðlaun eru kr. 500.000

Hægt var að leita til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Akureyri eftir ráðgjöf um útfærslu og uppsetningu á tillögum í samkeppnina. Nánari upplýsingar gaf Anna Guðný í síma 522 9431 eða annagudny@nmi.is.

Dómnefnd

Dómnefnd skipuðu Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, Sigríður Ingvarsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Jón Steindór Árnason, Íslenskum verðbréfum, Brynja Laxdal, Matarauði Íslands og Sæmundur Elíasson, Matís.