Fara í efni

Norðanátt - Hreyfiafl nýsköpunar

SSNV, SSNE, NÍN, RATA, Hacking Hekla og Eimur stóðu saman að umsókn í Lóuna, nýsköpunarsjóð landsbyggðanna, til að byggja upp verkefnið Hringrás Nýsköpunnar á Norðurlandi.

Verkefnið hlaut styrk upp á sjö milljónir en verkefnið felst í því að á hverju ári verði hakkaþon, frumkvöðlasmiðja, viðskiptahraðall og fjárfestahátíð. Verkefnið gengur út á að sama hvenær árs þú færð hugmynd þá sé stoðumhverfið tilbúið með verkfæri til að þróa hugmyndina áfram og alltaf sé í boði frekari framþróun á hugmyndinni. Styrkurinn verður nýttur til að keyra viðskiptahraðal í vetur og í framhaldi af því verður haldin fjárfestahátíð.