Fara í efni

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin hófst þann 15. september, í Verksmiðjunni að Glerárgötu 34. ANA er frumkvöðlasamkeppni á norðausturlandi sem gefur þátttakendum tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim markvissar áætlanir. Að keppninni standa fjömargir aðilar sem eiga það sammerkt að vilja finna, hlúa að og efla góðar hugmyndir. Meðal verðlauna eru Eimurinn, sérstök verðlaun fyrir bestu hugmyndina sem tengist sjálfbærni, aukinni nýtingu auðlindastrauma og/eða samspili orku, umhverfis og samfélags. Auk verðlaunagripsins er verðlaunafé að upphæð ein milljón króna. Góð hugmynd getur verið milljónar virði.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu keppninnar, www.ana.is