Fara í efni

Sumarskóli Eims

Sumarskóli Eims hefur verið haldinn í tvígang. Skólinn gengur út á að kalla fram hugmyndir að því hvernig nýta megi betur þær jarðhitaauðlindir sem á svæðinu eru. Nemendum er skipt upp í hópa sem hverjum er úthlutað svæði þar sem jarðhiti er til staðar og talin tækifæri til að nýta hann með fjölbreyttari hætti. Hópunum er svo falið að greina sóknarfæri svæðanna og útbúa tillögur um það með hvaða hætti væri best að auka nýtingu þeirra með sjálfbærum hætti. 

Sumarskólinn 2018

Árið 2018 komu 14 iðnhönnunarnemar frá Stuttgart Media University í Þýskalandi í heimsókn á NA-land. Nemendur dvöldu í viku á svæðinu og hér má skoða afrakstur þeirrar vinnu. Smellið á mynd til að heyra framsögu hópanna um verkefnin.

Hópur 1-  Laugar

Laugar kynning(pdf)

 

Hópur 2- Þeistareykir

Þeistareykir kynning(pdf)

 

Hópur 3- Bjarnaflag

Bjarnaflag og Reykjahlíð kynning(pdf)

 

Hópur 4- Húsavík

Húsavík kynning(pdf)

 

 

Sumarskólinn 2019

Árið 2019 bættist Listaháskóli Íslands í hópinn og þá fjölgaði nemendum um 29. Sem fyrr var nemendum skipt upp í hópa sem hver fékk sitt svæði til að þróa með sjálfbærni að leiðarljósi. Afraksturinn má sjá hér á eftir.

MAGMA- Museum About Geothermal and Magma Activities

Sym-Bakki

Kósí

Greenhood

Volcanic oasis

HúsaTorg

 

 

  • Ertu með hugmynd?

    Eimur er sífellt að leita að góðum hugmyndum sem snúa að bættri nýtingu og aukinni sjálfbærni. Lumar þú á einni slíkri? 

    Sendu okkur línu