Fara í efni

Innlegg Eims í Nýsköpunarvikunni - Tilraun um þörunga og vetni

Innlegg Eims í Nýsköpunarvikunni - Tilraun um þörunga og vetni
Viðburðir

Innlegg Eims í Nýsköpunarvikunni - Tilraun um þörunga og vetni

Eimur tók þátt í Nýsköpunarvikunni og stóð fyrir viðburðinum Tilraun um þörunga og vetni - Matur og orka framtíðarinnar. Viðburðurinn var fræðslumyndband þar annars vegar var fjallað um þörunga og framtíðarhlutverk þeirra og hins vegar vetni og möguleikana sem því fylgir.

Í innslaginu um þörungana var rætt við Júlíu Katrínu Björke, framkvæmdastóra Mýsköpunar, og matreiðslumanninn Garðar Kára Garðarsson. Þar var fræðst um starfsemi Mýsköpunar og hvaða hlutverk þörungar spila þegar kemur að matvælum framtíðarinnar. Einnig var rætt um áskorunina sem fylgir því að matreiða þörunga en hann Garðar Kári töfraði fram dýrindis mat úr þörungum.

Í vetnisinnslaginu var gerð tilraun þar Ottó rafgreindi vatni til að mynda vetni og súrefni sem hann nýtti svo til þess að kveikja á ljósaperu. Þar var einnig rætt möguleikana sem vetni býður upp á. Að lokum var rætt við Karl Emil hjá Landsvirkjun um jarðhita og nýtingu hans.

Hér að neðan má finna myndband viðburðarins sem og nokkrar myndir frá upptöku þess.