Fara í efni

Vefstofa með Norðurslóðanetinu 20. október næstkomandi

Vefstofa með Norðurslóðanetinu 20. október næstkomandi
Viðburðir

Vefstofa með Norðurslóðanetinu 20. október næstkomandi

Þann 20. október n.k. standa Norðurslóðanetið, Eimur, SSNE, Utanríkisráðuneytið og Rannís að vefstofu (veflægri málstofu) undir yfirskriftinni, Regional Development and Food Security in the Arctic: The Role of Geothermal Energy. Á íslensku útleggst það Svæðisbundin uppbygging og matvælaöryggi á Norðurslóðum: Hlutverk jarðhitaauðlindarinnar.

Vefstofan fer fram á ensku og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma. Skráning fer fram á vefsíðu Norðurslóðanetsins: https://arcticiceland.is/en/webinars. Dagskráin er aðgengileg undir vefslóðinni.

Mælendaskrána skipa hópur innlendra og erlendra sérfræðinga úr jarðhita-, matvæla- or norðurslóðageiranum, og úr atvinnulífinu. Jafnframt ávarpar fulltrúi utanríkisráðuneytisins samkomuna, sem er sú fyrsta í röð vefstofa á vegum Norðurslóðanetsins undir yfirskriftinni Arctic Cooperation Webinars Series.

Endilega skráið ykkur og takið þátt í umræðunni!