Fara í efni

Eimur heimsækir Menntaskólann á Akureyri

Eimur heimsækir Menntaskólann á Akureyri

Eimur heimsótti Menntaskólann á Akureyri í síðustu viku til að ræða við nemendur í menningarlæsi. Heimsóknin var hluti af innlögn á verkefni sem krakkarnir og kennarar þeirra eru að fara af stað með í áfanganum. Í verkefninu reyna nemendur að virkja sköpunarkraftinn og setja sig í spor frumkvöðla sem koma með hugmynd að vöru, upplifun eða starfsemi og þróa áfram í átt að fullunninni afurð.

Hátt í hundrað nemendur tóku vel á móti teyminu og voru þeir áhugasamir um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi og hvernig við nýtum auðlindir á svæðinu. Þá tóku nemendur virkan þátt í fræðslunni Mentimeter og í umræðum sem skapaðist.

Teymið fékk mjög áhugaverðar spurningar frá nemendum eins og;

Hversu há prósenta af frumkvöðlum koma hugmyndum sínum alla leið?
Er lágmarksaldur ef maður vill taka þátt í frumkvöðla starfi og hugmyndakeppnum?
Þarf maður mikinn pening til að byrja með hugmynd?
Hvað er skrýtnasta frumkvöðla verkefni sem þið hafið heyrt um?
Haldið þið að kirkjugarðar verði vandamál í framtíðinni vegna fjölgun fólks?
Er vitað afhverju það er ekki notað þetta auka hitaða vatn sem þið voruð að tala um?

Þetta er í fimmta sinn sem Menntaskólinn býður Eim í heimsókn í Kvosina og við vonum að teymið hafi sáð fræjum sem nýtast munu við nýsköpun nemenda í verkefnum þeirra framundan.