Fara í efni

Um Eim

EIMUR er samstarfsverkefni sem snýr að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukinni nýsköpun í orkumálum á Norðurlandi eystra. Að verkefninu standa LandsvirkjunNorðurorkaOrkuveita Húsavíkur og Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Auk þess eru Íslenski jarðvarmaklasinn og Íslenski ferðaklasinn aðilar að verkefninu, ásamt atvinnuþróunarfélögunum á svæðinu. 

Verkefnið er til þriggja ára og hafa stofnaðilar lagt verkefninu til hundrað milljónir króna.

Í stuttu máli eru helstu markmið EIMS að:

 • Kortleggja og markaðssetja orkuauðlindir á starfssvæðinu með áherslu á fjölþætta nýtingu hliðarstrauma þeirra.
 • Stuðla að aukinni verðmætasköpun með sterkum stuðningi við nýsköpun.
 • Stuðla að bættri nýtingu auðlinda.
 • Stuðla að aukinni þekkingu á samspili samfélags, umhverfis og efnahags.
 • Fjölga möguleikum svæðisins til að takast á við áskoranir samtímans og gera svæðið leiðandi á heimsvísu þegar kemur að samspili orku, umhverfis og samfélags með sjálfbærni og verðmætasköpun að leiðarljósi.
 • Kortleggja og markaðsetja orkuauðlindir á starfssvæðinu með áherslu fjölþætta nýtingu hliðarstrauma þeirra og mögulegrar hliðarstrauma í annarra starfsemi.

Það er mikill jarðhiti á Norðurlandi eystra og munum við eftir því sem líður á verkefnið bæta við meiri og meiri upplýsingum hér á síðunni, en þangað til bendum við áhugasömum um orku á Norðurlandi eystra á Kortasjá Orkustofnunar þar sem meðal annars má finna allar borholur á landinu.

Starfsmenn

Stjórn

Verkefnastjórn

 • Ertu með hugmynd?

  Eimur er sífellt að leita að góðum hugmyndum sem snúa að bættri nýtingu og aukinni sjálfbærni. Lumar þú á einni slíkri? 

  Sendu okkur línu