Samstarfsaðilar


Í gegnum tíðina hefur Eimur unnið í nánu samstarfi við fjölbreyttann hóp sem styðja við nýsköpun, þróun og sjálfbærni á Norðurlandi. Hér má sjá yfirlit yfir þá aðila sem við höfum unnið með til að skapa sterkara samfélag og grænni framtíð.


Samstarfsverkefni Eims í orkutengdri nýsköpun:


Blámi - Vestfirðir

Blámi er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Vestfjarðastofu og Orkubús Vestfjarða um orkuskipti og orkutengda nýsköpun á Vestfjörðum.


Meginmarkmið Bláma er að efla nýsköpun og þróun orkuskiptaverkefna. Með orkuskiptum er átt við að auka hlut vistvæns eldsneytis, vetnis og rafeldsneytis í samgöngum og iðnaði. Markmiðið er að ýta undir orku- og loftslagstengda nýsköpun, efla frumkvöðla og styrkja nýsköpunarumhverfið á Vestfjörðum.


Skoða vef Bláma

Eygló - Austurland

Eygló er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, Austurbrúar og sveitarfélaga á Austurlandi um eflingu orkuskipta, orkunýtni og hringrásarhagkerfis á Austurlandi. 


Markmið samstarfsins er að minnka kolefnisspor í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á Austurlandi. Eygló mun kortleggja orku- og efnisstrauma í landshlutanum og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

Skoða vef Eyglóar

Orkídea - Suðurland

Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.


Helsta markmið samstarfsins er að auka verðmætasköpun og greiða veg orkutengdra tækifæra, einkum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Ætlunin er að efla nýsköpun og rannsóknir á nýtingu grænnar orku og koma á öflugu samstarfi við bæði fræðasamfélagið og atvinnulífið.

Skoða vef Orkídeu

Samstarfsaðilar:

  • Blámi
  • Byggðastofnun
  • Consell insular de Menorca   
  • East of Moon   
  • Efla 
  • Energi Akademiet   
  • Energikontor Syd   
  • Eygló   
  • Fablab   
  • Gefn   
  • Georg   
  • Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið
  • Háskólinn á Akureyri   
  • Háskólinn á Hólum   
  • Hraðið – Miðstöð nýsköpunar á Húsavík
  • Hringvarmi
  • Húsavik Öl 
  • Iceland Innovation Week 
  • Icelandic arctic cooperation network
  • Iskriva