FYRIR SJÁLFBÆRU SAMFÉLAGI
Eimur er þróunar- og nýsköpunardeild á sviði sjálfbærni, grænnar orku og bættrar auðlindanýtingar
Eimur er þróunar- og nýsköpunardeild á sviði sjálfbærni, grænnar orku og bættrar auðlindanýtingar
Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi sem miðar að því að auka fjárfestingar á svæðinu og skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.
Eimur er partur af verkefni sem kallast Vetni sem varaafl fyrir Akureyrarflugvelli en verkefnið gegnur út á það að taka fyrstu skrefin í að hanna varaaflsstöð fyrir Akureyrarflugvöll sem knúin er með hreinokru. Íslensk Nýorka leiðir verkefnið en fyrirtæki á borð við ISAVIA, GEORG og Íslenski orkuklasinn koma einnig að verkefninu.
Frostþurrkun er verkunaraðferð sem lengir umtalsvert geymsluþol matvæla. Í hefðbundinni hitaþurrkun breytist bæði áferð og bragð vörunnar umtalsvert og þessi breyting óafturkræf. Frostþurrkun varðveitir eiginleika og næringarefni vörunnar töluvert betur. Helsti gallinn við frostþurrkun er það hversu ferlið er orkufrekt og því er aðferðin dýr. Frostþurrkun getur hinsvegar orðið hagkvæmari kostur ef orkulindin er ódýr, eins og raunin er með heitt vatn á Íslandi.