Íslenska olíumælaborðið

Íslenska olíumælaborðið veitir innsýn í sölu og notkun jarðefnaeldsneytis á Íslandi á árunum 2010–2020. Notendur geta skoðað gögnin eftir landshlutum eða sveitarfélögum, eftir tegund eldsneytis og magni – bæði í heild og á höfðatölu. Einnig er hægt að vista gröf sem mælaborðið býr til.


Í dag eru þessi gögn ekki lengur tekin saman af íslenskum stjórnvöldum og vill Eimur nota tækifærið til að hvetja Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið sem og Umhverfis- og orkustofnun til að halda áfram söfnun og birtingu nákvæmra gagna um sölu jarðefnaeldsneytis á Íslandi. Að mati Eims eru þessi gögn langbesti mælikvarðinn á framvindu orkuskiptanna og hvernig okkur miðar að markmiðinu um jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2050.


Íslenska olíumælaborðið var þróað af Eimi og verkfræðistofunni Eflu. Forritunin var unnin af Inbal Armony sem hluti af lokaverkefni í námi hjá SIT Study Abroad: Climate Change and the Arctic. Eimur þakkar Eflu og Inbal Armony kærlega fyrir samstarfið.

Mælaborðið er aðgengilegt á ensku hér á : https://www.recetproject.eu/fossilfuel-dashboard