Fara í efni

Verkefni

img_9074-2-hreinn-hjartarson.jpg

RECET

RECET er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi.  Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaganna og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. Eimur og Íslensk NýOrka leiða verkefnið hér á landi.

a3-til-ad-prenta-fyrir-okbye.png

Hringrás Nýsköpunar á Norðurlandi

Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi sem miðar að því að auka fjárfestingar á svæðinu og skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.

 

arbakki.jpg

Grænn Iðngarður á Bakka

Þróun og uppbygging Græns iðngarðs á Bakka við Húsavík

crowdthermal_home_illustration.png

Crowdthermal

Crowdthermal er alþjóðlegt rannsóknarverkefni með það markmið að efla samfélög til þess að taka beinan þátt í þróun jarðhitaverkefna. 

nyskopunargardurinn-facebook-event-cover.png

Nýsköpunargarðurinn

Rafræn frumkvöðlamiðstöð

mwl0020196.jpg

Vetni sem varaafl á Akureyrarflugvelli

Eimur er partur af verkefni sem kallast Vetni sem varaafl fyrir Akureyrarflugvelli en verkefnið gegnur út á það að taka fyrstu skrefin í að hanna varaaflsstöð fyrir Akureyrarflugvöll sem knúin er með hreinokru. Íslensk Nýorka leiðir verkefnið en fyrirtæki á borð við ISAVIA, GEORG og Íslenski orkuklasinn koma einnig að verkefninu.

3_480x480.png

Frostþurrkun með lághita

Frostþurrkun er verkunaraðferð sem lengir umtalsvert geymsluþol matvæla. Í hefðbundinni hitaþurrkun breytist bæði áferð og bragð vörunnar umtalsvert og þessi breyting óafturkræf. Frostþurrkun varðveitir eiginleika og næringarefni vörunnar töluvert betur. Helsti gallinn við frostþurrkun er það hversu ferlið er orkufrekt og því er aðferðin dýr. Frostþurrkun getur hinsvegar orðið hagkvæmari kostur ef orkulindin er ódýr, eins og raunin er með heitt vatn á Íslandi.

Hacking Norðurland 2021

Lausnamót í apríl 2021

Hacking Norðurland er lausnamót sem fer fram dagana 15.-18. apríl 2021 á Norðurlandi.

innvidagreining_svaedi.jpg

Kortlagning auðlinda á NA-landi

Eitt meginverkefna EIMS er að kortleggja náttúruauðlindir NA-lands með sérstaka áherslu á sjálfbæra nýtingu þeirra til eflingar byggðar og mannlífs.

theistar1.jpg

Kynningarmál

Meðal markmiða EIMS er að vekja athygli á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda svæðisins. Jarðhitinn eykur lífsgæði íbúa og í honum búa tækifæri til góðra verka. Vissir þú að jarðhitinn sparar heimilum á NA-landi 8 milljarða á ári í húshitunarkostnað? 

magma_summerschool_2019.jpg

Sumarskóli EIMS 2019

Sumarskóli Eims gengur út á að leiða saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum á NA-landi. Lögð er áhersla á sjálfbærni, nýsköpun og fjölnýtingu jarðvarma.

sumar.png

Sumarverkefni háskólanema

EIMUR fjölgar starfsmönnum yfir sumarið með því að ráðið ráða til sín háskólanema í að sinna skemmtilegum og krefjandi sumarverkefnum sem tengjast tilgangi félagsins.

eimur_matvaeli-samkeppni_1200x628_fb_ok.png

Hugmyndasamkeppni um matvælaframleiðslu með jarðvarma

Eimur, í samstarfi við Íslensk verðbréf, Matarauð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, stóð fyrir hugmyndsamkeppni um nýtingu jarðhita til matvælaframleiðslu. Tilgangur samkeppninnar var sá að stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra. Hugmyndirnar máttu vera á hvaða stigi sem er og fela í sér allt frá framleiðslu á hráefnum til fullunninnar matvöru.

sumerschooltitle.png

Sumarskóli EIMS 2018

Sumarskóli Eims gengur út á að leiða saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum á NA-landi. Lögð er áhersla á sjálfbærni, nýsköpun og fjölnýtingu jarðvarma. 

eimur_anahradall_youtube-03.png

Viltu sigra Eiminn?

Viltu sigra Eiminn? Góð hugmynd getur verið milljónar virði.

verkefni1.jpg

Hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns

EIMUR, í samstarfi við Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf, héldu hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra.

Engar skorður voru settar varðandi það hverskonar nýting væri lögð til.

Ætlunin var að fá fram fjölbreyttar hugmyndir um hvernig nýta má lághitavatn.