Fara í efni

Verkefni

crowdthermal_home_illustration.png

Crowdthermal

Crowdthermal er alþjóðlegt rannsóknarverkefni með það markmið að efla samfélög til þess að taka beinan þátt í þróun jarðhitaverkefna. 

Hacking Norðurland 2021

Lausnamót í apríl 2021

Hacking Norðurland er lausnamót sem fer fram dagana 15.-18. apríl 2021 á Norðurlandi.

innvidagreining_svaedi.jpg

Kortlagning auðlinda á NA-landi

Eitt meginverkefna EIMS er að kortleggja náttúruauðlindir NA-lands með sérstaka áherslu á sjálfbæra nýtingu þeirra til eflingar byggðar og mannlífs.

theistar1.jpg

Kynningarmál

Meðal markmiða EIMS er að vekja athygli á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda svæðisins. Jarðhitinn eykur lífsgæði íbúa og í honum búa tækifæri til góðra verka. Vissir þú að jarðhitinn sparar heimilum á NA-landi 8 milljarða á ári í húshitunarkostnað? 

magma_summerschool_2019.jpg

Sumarskóli EIMS 2019

Sumarskóli Eims gengur út á að leiða saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum á NA-landi. Lögð er áhersla á sjálfbærni, nýsköpun og fjölnýtingu jarðvarma.

sumar.png

Sumarverkefni háskólanema

EIMUR fjölgar starfsmönnum yfir sumarið með því að ráðið ráða til sín háskólanema í að sinna skemmtilegum og krefjandi sumarverkefnum sem tengjast tilgangi félagsins.

eimur_matvaeli-samkeppni_1200x628_fb_ok.png

Hugmyndasamkeppni um matvælaframleiðslu með jarðvarma

Eimur, í samstarfi við Íslensk verðbréf, Matarauð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, stóð fyrir hugmyndsamkeppni um nýtingu jarðhita til matvælaframleiðslu. Tilgangur samkeppninnar var sá að stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra. Hugmyndirnar máttu vera á hvaða stigi sem er og fela í sér allt frá framleiðslu á hráefnum til fullunninnar matvöru.

sumerschooltitle.png

Sumarskóli EIMS 2018

Sumarskóli Eims gengur út á að leiða saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum á NA-landi. Lögð er áhersla á sjálfbærni, nýsköpun og fjölnýtingu jarðvarma. 

eimur_anahradall_youtube-03.png

Viltu sigra Eiminn?

Viltu sigra Eiminn? Góð hugmynd getur verið milljónar virði.

verkefni1.jpg

Hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns

EIMUR, í samstarfi við Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf, héldu hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra.

Engar skorður voru settar varðandi það hverskonar nýting væri lögð til.

Ætlunin var að fá fram fjölbreyttar hugmyndir um hvernig nýta má lághitavatn.