Fara í efni

Eimur hlýtur styrki úr Lóunni

Eimur hlýtur styrki úr Lóunni

Síðastliðinn mánudag var tilkynnt þau verkefni sem hlutu styrk úr Lóunni sem er nýsköpunarstyrkur fyrir landsbyggðina. Alls hlutu 29 verkefni víðsvegar um landið styrk og nema hæstu styrkir 10 milljónum króna. Af þessum 29 verkefnum sem hlutu styrk er Eimur hluti af 2 þeirra.
 
Annarsvegar fékk Eimur styrk fyrir verkefnið Hringrás nýsköpunar sem er verkefni byggt á hröðlum, lausnamótum og fjárfestaviðburðum á Norðurlandi. Þar er verið að skapa frumkvöðlasamfélagið og stemmningu sem skapar svo atvinnutækifæri á svæðinu.
 
Hitt verkefnið kallast Nýsköpunargarðurinn og er það unnið með Orkídeu á suðurlandi og Bláma á Vestfjörðum. Nýsköpunargarðurinn er stafrænn vettvangur frumkvöðla. Þar verður til markmiðadrifinn nýsköpun með áherslu á sjálfbærni og betri nýtingu orku.
 
Verðum í forystu í nýsköpun saman á Íslandi. Keyrum þetta í gang.
 
Lista yfir þau verkefni sem fengu styrk er að finna hér að neðan