Fara í efni

Erindi Eims fyrir nemendur á vegum SIT

Erindi Eims fyrir nemendur á vegum SIT

SIT eða School for International Training er bandarísk sjálfseignastofnun sem býður nemendum í bandaríkjunum upp á fjölbreytt námskeið á háskólastigi. Undanfarin ár hafa verið í boði námskeið á Íslandi þar sem áherslurnar eru auk íslensku, málefni tengd endurnýjanlegri orku, tækni og auðlindahagfræði. Vistorka hefur verið í samstarfi við SIT síðan 2019 og fengið til sín fjölda nemenda og skipulagt fyrirlestra, verkefnavinnu og skoðunarferðir fyrir hópana.

Eimur hefur síðustu ár tekið þátt í þessari dagskrá en Ottó Elíasson, rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Eimi hélt erindi fyrir hópinn í júní sl. um orkumál og nýtingu jarðvarma á svæðinu, sér í lagi um tækifæri og takmarkanir í jarðhitatengdri matvælaframleiðslu. Kolfinna María Níelsdóttir, verkefnastjóri var með innlegg fyrir nemendur nú um miðjan júlí og fór hún yfir hlutverk Eims og ræddi ýmis frumkvöðlaverkefni sem Eimur hefur staðið að m.a. samstarfsverkefnið Norðanátt og Nýsköpunargarðinn, samstarfsverkefni Eims, Orkídeu og Bláma.