Fara í efni

Fjárfestar og frumkvöðlar mætast á skíðum á Siglufirði

Fjárfestar og frumkvöðlar mætast á skíðum á Siglufirði

Ljósmynd: Jón Steinar
Ljósmynd: Jón Steinar

Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stendur fyrir fjárfestahátíð á Siglufirði 31. mars næstkomandi þar sem fjárfestum og frumkvöðlum verður boðið upp á ógleymanlegan dag. Á hátíðinni kynna frumkvöðlar verkefni sín sem snerta orkuskipti, hringrásarhagkerfið eða fullnýtingu auðlinda í takt við áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn.

Norðanátt er öflugt samstarf aðila á Norðurlandi og vinnur hópurinn í anda nýrrar klasastefnu, þvert á stofnanir samfélagsins og hraðar framþróun og nýsköpun. Að verkefninu koma Eimur, SSNE, SSNV, Nýsköpun í norðri og Hraðið auk samstarfs við stuðningsfyrirtækið RATA.

“Við viljum skapa vettvang á Norðurlandi með því að leiða saman frumkvöðla og fjárfesta og sýna gróskuna og öll tækifærin hér á Norðurlandi” (Norðanátt)

Norðanátt stendur fyrir viðburðum sem styðja við frumkvöðla með hugmyndir á ólíkum stigum. Fyrsti viðburðurinn var lausnamótið Hacking Norðurland sem haldið var í apríl 2021. Því næst fór af stað viðskiptahraðallinn Vaxtarrými síðasta haust þar sem 8 teymi fengu stuðning til að vaxa í 8 vikur. Nú er komið að stefnumóti á Siglufirði þar sem fjárfestar og frumkvöðlar koma saman og kynnast öflugri nýsköpun og fjárfestingartækifærum á svæðinu. Viðburðurinn er lokaður og eingöngu ætlaður fjárfestum sem horfa til landsbyggðarinnar sem ákjósanlegs fjárfestingakosts.

10:00 Dagskrá hefst 
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra fer með ávarp og opnar hátíðina

Ráðstefna um nýtingu auðlinda til nýsköpunar
Guðlaugur Þór Þórðarson - umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra
Þór Sigfússon - framkvæmdastjóri Sjávarklasans
Josh Klein - athafnamaður og frumkvöðull
Hólmfríður Sveinsdóttir - frumkvöðull og eigandi Mergur ráðgjöf

12:00 Hádegismatur og tengslamyndun

13:00 Fjárfestakynningar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar
Frumkvöðlar kynna sprotafyrirtækin sín - Alor, Green Fuel, Mýsköpun, Icelandic Eider, Ylur hátæknigróðurhús, Hemp Pack, Baðlón á Skagaströnd, Slippurinn, Pelliscol, Grænafl.

15:00 Skipulögð afþreying á Siglufirði - Skíði, yoga og fleira

20:00 Kokteilboð á Segli 67 Brugghúsi

“Fjárfestamótið verður vettvangur fyrir frumkvöðla sem hugsa stórt til þess að kynna sínar hugmyndir og fyrir fjárfestum til þess að greina ný fjárfestingartækifæri á norðurlandi. Saman ætlum við að finna frekari tækifæri og skapa lausnir framtíðarinnar.” (Norðanátt)

Um sprotafyrirtækin

Hemp Pack - Þróun niðurbrjótanlegs lífplasts úr íslenskum iðnaðarhamp og örverum úr íslenskum jökulám.
Mýsköpun - Mývatns Spirulina: úr krafti eldfjallanna í ofurfæðu.
Alor - Sjálfbærar og umhverfisvænar álrafhlöður og -orkugeymslur.
Icelandic Eider - Hvernig skal umbylta útivistamarkaðnum.
Baðlón - Verkefnið gengur út á að byggja glæsilegt baðlón við sjávarmálið á Skagaströnd með einstöku útsýni yfir opið hafið.
Green fuel - Grænt vetni og ammoníak: Kolefnisfrítt eldsneyti úr vistvænni orku
Grænafl - Rafvæðing strandveiðibáta og tilraunir með frekari orkuskipti í minni fiskiskipum.
Ylur - Hátæknigróðurhús með áherslu á hringrásarhagkerfið.
Slippurinn - Sjávarlón er lausn sem bestar margbreytilegar aðstæður í þvotta- og blæðingarferli bolfisks í fiskiskipum.
Pelliscol - Náttúrulegar húðvörur úr íslensku kollageni.

Frekari upplýsingar veita:
Anna Lind Björnsdóttir / annalind@ssne.is / 8487440
Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir / sesselja@eimur.is / 8685072
Magnús Barðdal / magnusb@ssnv.is / 8699231