Fara í efni

Opið fyrir skráningu í hugmyndasmiðju um iðnað og endurnýtingu

Opið fyrir skráningu í hugmyndasmiðju um iðnað og endurnýtingu

krubbur_logo.png

Krubburinn er tveggja daga hugmyndasmiðja sem haldin verður á Húsavík 8.-9. mars 2024. Í smiðjunni er unnið með hugmyndir að lausnum sem tengjast nýtingu hráefnis sem fellur til á Húsavík og munu fyrirtæki á svæðinu kynna áskoranir sínar í þeim efnum. Fyrirlesarar munu einnig fræða okkur um aðferðir sem nýtast við þróun og framsetningu nýsköpunarhugmynda. Hugmyndasmiðjan er fyrir alla áhugasama á aldrinum 16 ára og eldri. Vegleg verðlaun eru fyrir bestu hugmyndirnar.

Hvað er Krubbur?
Hugmyndahraðhlaupið dregur nafn sitt af Krubbi og svokölluðu Krubbsveðri sem skapast í ákveðinni vindátt á Húsavík. Veðrinu fylgir svo mikill stormur að fólk heldur sig innan dyra meðan hann geysar. Vonast er eftir alvöru Krubbsstormi í hugum þátttakenda meðan á hlaupinu stendur!

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Hraðið - Miðstöð nýsköpunar á Húsavík, KLAK Icelandic Startups, Eimur, Norðanátt, PCC Bakki Silicon, Íslenska Gámafélagið, Norðurþing, SSNE, Ocean Missions, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Háskóli Íslands.

Skráning fer fram á vefsíðu Hraðsins: https://www.hic.is/krubbur og er þátttaka ókeypis!

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband á kolfinna@eimur.is eða á vefsíðu Hraðsins