Fara í efni

Sigurður Grétar Bogason ráðinn til Eims

Sigurður Grétar Bogason ráðinn til Eims

Sigurður Grétar Bogason hefur verið ráðinn til Eims sem ráðgjafi á sviði styrkjasóknar. Sigurður Grétar er með doktorspróf í matvælafræði frá Oregon State háskólanum í Bandaríkjunum og hefur áratuga reynslu af rannsókna og þróunarstarfi bæði í iðnaði og í háskólaumhverfinu. Hann hefur gríðarlega reynslu af Evrópuverkefnum, bæði umsóknavinnu og rekstri slíkra verkefna. Það er mikill akkur fyrir Eim að fá Sigurð til liðsinnis.