Fara í efni

Vefstofa - GEOforFOOD

Vefstofa - GEOforFOOD

Þann 29.júní næstkomandi standa GEOTHERMICA og Orkídea fyrir vefstofu undir yfirskriftinni: GEOforFOOD. Vefstofan hefst klukkna 13:30 á íslenskum tíma og er megin viðfangsefni hennar nýting jarðvarma til framleiðslu og áframvinnslu matvæla. Vefstofan fer fram á ensku.

GEOTHERMICA er alþjóðlegt rannsóknarnet 16 landa og 20 rannsóknaraðila þ.m.t. Íslands. GEORG, íslenski jarðhitaklasinn, stýrir skrifstofu GEOTHERMICA. Orkídea og GEOTHERMICA munu halda alþjóðlega vefstofu (webinar) 29. júní nk. kl. 13.30-15 að ísl. tíma. Fjallað verður um möguleika jarðhitans til að takast á við framtíðaráskorun mannkyns, sem er að brauðfæða sífellt fleiri íbúa jarðarinnar.

Við hvetjum alla áhugasama til að skrá sig sem fyrst!

Skráning á vefstofna fer fram hér.

Nánari upplýsingar um vefstofuna má finna hér.