Fara í efni

Frostþurrkun með lághita

Frostþurrkun er verkunaraðferð sem lengir umtalsvert geymsluþol matvæla. Í hefðbundinni hitaþurrkun breytist bæði áferð og bragð vörunnar umtalsvert og þessi breyting óafturkræf. Frostþurrkun varðveitir eiginleika og næringarefni vörunnar töluvert betur. Helsti gallinn við frostþurrkun er það hversu ferlið er orkufrekt og því er aðferðin dýr. Frostþurrkun getur hinsvegar orðið hagkvæmari kostur ef orkulindin er ódýr, eins og raunin er með heitt vatn á Íslandi.

Frostþurrkun byggir á þurrgufun vatns úr þeim matvælum sem þurrka skal, með öðrum orðum er verið að fjarlægja vatn úr frosnum matvælum með því að umbreyta ís beint í gufu sem er svo fjarlægð.

Verkfræðistofan Raftákn á Akureyri hefur verið að pæla mikið í forstþurrkunarkerfi sem sem gengur fyrir lághita og fengu Eim með sér í lið til þess að taka verkefnið á næsta stig. Einnig önnur fyrirtæki og stofnanir komið að verkefninu en þar má helst nefna Matís, Orkusetur, VMA og Nýsköpun í Norðri. Eitt megin atriði verkefnisins er að meta hvort forstþurrkun sé fýsilegur kostur fyrir Ísland. Athuga þarf hvaða fyrirtæki geti nýtt sér þurrkunina og meta hvort íslenskur markaður sé nógu stór til þess að standa undir þurrkuninni.

Í upphafi árs 2021 lágu fyrir vel útfærðar hugmyndir, frá Erni Ingvarssyni, starfsmanni Raftákns, um útfærlsu á lághitaknúnu tæki sem nýta mætti til frostþurrkunar. Farið var með hugmyndina í Verkmenntaskólan á Akureyri og úr henni urðu til 3 lokaverkefni fyrir nemendur í véstjórn. Kynningar ár verkefnunum má finna hér að neðan.