Fara í efni

Tækifæri framtíðar liggja í hugvitsömum lausnum á slíkum áskorunum. Þær spretta úr frjóum vistkerfum nýsköpunar, þar sem hugmyndir, sköpunarkraftur, hæfileikar og fjármagn gæta flætt óhindrað og fundið hvort annað. 

Nýsköpunargarðurinn er rafræn frumkvöðlamiðstöð, sem er vettvangur fyrir slíkt flæði. Í Nýsköpunargarðinum er hægt að skilgreina áskoranir sem þarf að takast á við tengdum þemum á borð við orkuskiptum, fullnýtingu matvæla eða nýtingu jarðvarma. Þar er hægt að kasta fram hugmyndum að lausnum á þessum áskorunum, og skilgreina verkefni byggð á slíkum hugmyndum.

Nýsköpunargarðurinn er vettvangur fyrir frumkvöðla, hugmyndasmiði, fjárfesta, hagsmunaðila, stuðningsumhverfi nýsköpunar og alla þá sem vilja taka þátt í sjálfbærri umbreytingu komandi ára. Þar myndast tenglasnet þvert á landshluta og þekkingargeira, og grænir sprotar vaxa í skjóli frá eldri stofnum.

Nýsköpunargarðurinn er samstarfsverkefni Eims (Norðurlandi), Orkídeu (Suðurlandi) og Bláma (Vestfjörðum), sem byggir á lausninni Hugmyndaþorp sem þróað er af Austan mána. Verkefnið er styrkt af Lóu, nýsköpunarstyrk fyrir landsbyggðina.

Öllum áhugsömum er boðið að taka þátt með því að skrá sig á: https://nyskopunargardurinn.is/

----------------------------

Nýsköpunargarðurinn er vettvangur til að skilgreina áskoranir tengdar orku og sjálfbærni, kasta fram hugmyndum um hvernig má leysa þær og þróa áfram lausnir í samvinnu við aðra frumkvöðla sem byggjast á þessum hugmyndum.