Fara í efni

Vefstofa - Matur-orka-vatn: Leiðin að sjálfbærni

Vefstofa - Matur-orka-vatn: Leiðin að sjálfbærni
Viðburðir

Vefstofa - Matur-orka-vatn: Leiðin að sjálfbærni

Þann 15. apríl næstkomandi stendur Eimur ásamt Nýsköpun í Norðri, Hacking Hekla, SSNE og SSNV fyrir vefstofu undir yfirskriftinni Matur-orka-vatn: Leiðin að sjálfbærni.  

Vefstofan hefst klukkan 14:00 og verður í opnu streymi svo allir geti fylgst með. Vefstofan er opnunarviðburður lausnamótsins Hacking Norðurland þar sem unnið er með sjálfbæra nýtingu auðlinda á Norðurlandi með tilliti til matar, vatns og orku.

Streymi á viðburðinn má finna á facebook síðu Eims sem og inn á facebook síðu viðburðarins Hugsaðu stórt, hugsaðu grænt

Fylgið viðburðinum á Facebook!

Dagskrá vefstofunnar:

  • Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - framkvæmdastjóri Eims opnar vefstofuna
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ávarpar gesti
  • Sigurður Markússon - nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun: Sjálfbær matvælaframleiðsla
  • Elín Margot - hönnunarlistakona og Arnar Ómarsson - listamaður: Expanding Fiction
  • Esteban Baeza Romero - vísindamaður Wagenigen University and Research í Hollandi og Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir - framkvæmdastjóri Earth 2.0: Niðurstöður rannsóknar um möguleika Íslands til stórsóknar í ylrækt
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir - framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor: Orkugeymslur fyrir græna orku
  • Fida Abu Libdeh - frumkvöðull og eigandi Mýsilica: Nýting náttúruauðlindar til verðmætasköpunar við Mývatn, orka-vatn-hugvit
  • Ottó Elíasson - rannsókna- og þróunarstjóri Eims stýrir pallborðsumræðum.