Sniglarækt - sjálfbær aukabúgrein á Íslandi


Umsókn um þátttöku í námsferð til Írlands vorið 2026


Hagnýtt námskeið í sniglarækt á Írlandi – vorið 2026


Að loknum fræðsluviðburðum Eims haustið 2025 geta þátttakendur sótt um að taka þátt í hagnýtu námskeiði í sniglarækt á Írlandi. Vorið 2026 fá sex aðilar tækifæri til að taka þátt í þessari vikulöngu ferð, sem er einstakt tækifæri til að kynnast greininni í reynd.


Á námskeiðinu í Írlandi munu þátttakendur fá innsýn í alla þætti sniglaræktar – frá uppbyggingu og rekstri sniglabúa til markaðsmála og afurðasölu. Þannig öðlast þeir bæði djúpa og raunhæfa reynslu sem getur lagt grunn að eigin ræktun á Íslandi.


Námskeiðsgjald á Írlandi (með kennslu, flugi og hótelgistingu) kostar þátttakendur aðeins 100.000 kr. Í flestum tilfellum endurgreiða stéttarfélög námskeiðsgjöld. Með því að sækja um þátttöku, samþykkir þú að greiða gjaldið.


Skráning fer fram hér fyrir neðan. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Hafðu samband við Sigurð Líndal á netfangið s.lindal@eimur.is ef þú hefur einhverjar spurningar.

Umsóknarform

Deildu viðburðinum