Sniglarækt - sjálfbær aukabúgrein á Íslandi


Hagnýtt námskeið í sniglarækt á Írlandi – vorið 2026


Hagnýtt námskeið í sniglarækt á Írlandi – vorið 2026


Að loknum fræðsluviðburðum Eims haustið 2025 geta þátttakendur sótt um að taka þátt í hagnýtu námskeiði í sniglarækt á Írlandi. Vorið 2026 fá sex aðilar tækifæri til að taka þátt í þessari vikulöngu ferð, sem er einstakt tækifæri til að kynnast greininni í reynd.


Á námskeiðinu í Írlandi munu þátttakendur fá innsýn í alla þætti sniglaræktar – frá uppbyggingu og rekstri sniglabúa til markaðsmála og afurðasölu. Þannig öðlast þeir bæði djúpa og raunhæfa reynslu sem getur lagt grunn að eigin ræktun á Íslandi.


Athugið að þátttakendur þurfa að greiða 100.000.,- krónur í ferðinni (flug, gisting og námskeið).
(Stéttarfélög gætu boðið upp á niðurgreiðslu).


Skráning fer fram hér fyrir neðan. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Hafðu samband við Sigurð Líndal á netfangið s.lindal@eimur.is ef þú hefur einhverjar spurningar.

Umsóknarform

Deildu viðburðinum