Sniglarækt - sjálfbær aukabúgrein á Íslandi
Fræðsluviðburðir fyrir bændur, frumkvöðla og alla sem hafa áhuga á
sjálfbærri nýsköpun og nýtingu auðlinda
Um viðburðina
Eimur býður til fræðandi og hagnýtra fræðsluviðburða þar sem við kynnum sniglarækt sem nýja og sjálfbæra aukabúgrein fyrir íslenskan landbúnað.
Sérfræðingurinn og sniglabóndinn Peter Monaghan frá írsku sniglaræktinni Inis Escargot er meðal annars fyrirlesari á þessum spennandi fræðsluviðburðum, en hann hefur áratuga reynslu og þekkingu á aðferðum til sniglaræktunar sem henta íslenskum aðstæðum.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir bændur, frumkvöðla og alla sem hafa áhuga á sjálfbærri nýsköpun og nýtingu auðlinda.
Meðal þess sem þú færð að kynnast:
- Hvernig hægt er að nýta glatvarma úr hitaveitulögnum til arðbærrar framleiðslu
- Sniglar sem lúxusmatvara á alþjóðamarkaði
- Nýting á afurðum snigla í fiskeldi, snyrtivörur og áburð
- Tækifæri til fjölbreyttari atvinnusköpun í dreifbýli
Fræðsluviðburðir um snigla verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
- 14. október · kl. 12:00 – 16:00 · Hlaðan, Hvammstanga
- 15.október · kl. 17:00 – 21:00 · 1238 safnið, Sauðárkróki
- 16. október · kl. 10:00 – 14:00 · Sel Hótel, Þingeyjarsveit
- 16. október · kl. 16:00 – 18:00 · Drift EA, Akureyri
Boðið verður upp á léttar veitingar á viðburðunum.
Skráning og þátttaka á fræðsluviðburðum er
ókeypis.