Fara í efni

Eimur - World Geothermal Congress 2020

Eimur - World Geothermal Congress 2020

Þann 30. mars síðastliðinn var Alþjóðlega Jarðvarmaráðstefnan 2020 (World Geothermal Congress 2020) sett með stuttum viðburði í gegnum netið. Ráðstefnan átti að fara fram í Reykjavík á síðasta ári en var færð yfir á árið 2021 vegna aðstæðna í heiminum. Ráðstefnan stendur yfir frá 30. mars til 27. október og inniheldur fjölmarga viðburði sem fara fram í gegnum netið eða í raunheimum.

Í dag (13. apríl) er fyrsti vefræni viðburður ráðstefnunnar og kallast hann Viðskipti og Umhverfi (Business and Environment).  Eimur er með erindi á þessum viðburði þar sem Ottó Elíasson, Rannsókna- og Þróunarstjóri hjá Eimi, fjallar um hlut jarðvarma í orkumálum á Norðausturlandi. Erindið er byggt á skýrslu sem Gunnlaug Helga Ásgerisdóttir, sumarstarfsmaður hjá Eimi árið 2018, vann um nýtingu vatns og orku á Norðausturlandi.

Erindið má sjá hér að neðan.