Fara í efni

Fjárfestahátíð Norðanáttar í sérflokki

Fjárfestahátíð Norðanáttar í sérflokki

Á mynd t.v. Guðmundur Gunnarsson, Anna Lind Björnsdóttir (SSNE), Guðlaugur Skúlason (SSNV), Kolfinna…
Á mynd t.v. Guðmundur Gunnarsson, Anna Lind Björnsdóttir (SSNE), Guðlaugur Skúlason (SSNV), Kolfinna María Níelsdóttir (Eimur), Brynja Harðardóttir (SSNV) og Stefán Pétur Sólveigarson (Hraðið). Ljósmynd: Daniel Starrason

Þriðja árið röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla sem vinna að verkefnum tengdum auðlinda-, orku- og umhverfismálum. 

Fjárfestahátíð Norðanáttar var haldin í fyrsta skipti árið 2022 en þá var áherslan eingöngu á sprotaverkefni á Norðurlandi. Vegna þess hversu vel tókst til var ákveðið að bjóða og höfða til sprotafyrirtækja hvaðanæva að landinu. Í ár væri engin breyting þar á og voru níu fyrirtæki valin á hátíðina úr hóp fjölda umsókna, þar af eitt gestaverkefni frá Færeyjum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpaði hátíðina og brýndi gesti til verka í málaflokknum en áskoranirnar eru miklar.

,,Markmiðin um græn orkuskipti og samdrátt í losun eru skýr.  Við stefnum á allsherjar græna vegferð og enginn landshluti má vera skilinn eftir…”, sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ávarpi sínu. Mikilvægt væri að virkja hugvitið í öllum landshlutum og að hátíð sem þessi væri góður vettvangur til að tengja fjármagn við  lausnir sem myndi hjálpa okkur að takast á við þessar aðgerðir.