Fara í efni

Möguleikar Íslands til stórsóknar í ylrækt

Möguleikar Íslands til stórsóknar í ylrækt

Nýverið var opinberuð skýrsla sem byggir á rannsókn um möguleika Íslands til stórsóknar í ylrækt. Skýrslan ber nafnið Business case for large scale crop production in greenhouse facilities in Iceland for the global market og er þar verið að athuga hvort stórtæk ávaxta- eða grænmetisræktun sé ákjósanleg á Ísland.

Skýrslan byggir á líkiani sem var smíðað sérstaklega fyrir þessa rannsókn. Líkanið er sérsniðið fyrir Ísland og tekur inn allar þær breytur sem tengjast rekstri á risagróðurhúsi á Íslandi. Líkanið metur fýsileikan á ræktun til útflutning og ber einnig saman umhverfisáhrif miða við erlenda framleiðslu. Líkanið er aðgengilegt á netinu og það á finna hér

Niðurstöður rannsóknarinnar voru fyrst kynntar á vefstofu sem Eimur stóð fyrir í apríl á þessu ári. Þar fór Esteban Baeza Romero, vísindamaður við Wageningen háskólann, og Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir yfir niðurstöðurnar. Upptöku af vefstofunni má finna hér.

Maðurinn á bak við hugmyndina er David Wallerstein, sem stýrir fjárfestingum fyrir kínsverska fyrirtækið Tencent sem er á meðal stærstu fyrir heimsins. David fékk í lið með sér Wageningen háskólann í Hollandi og annaðist hann mest alla rannsóknina.

Niðurstöður rannsóknarinnar má finna hér

Hér að neðan má sjá myndband þar sem skautað er yfir það helsta sem skýrslan stendur fyrir.