24. ágúst 2023

EIMUR leitar að framkvæmdastjóra

Stjórn EIMS leitar að drífandi og jákvæðum leiðtoga til að leiða samstarfsverkefnið EIM til ársloka 2026. Leitað er að framúrskarandi einstaklingi með brennandi áhuga á sjálfbærnimiðaðri verðmætasköpun og græna hagkerfinu til að þróa og fylgja eftir markmiðum EIMS. Starfsstöð
framkvæmdastjóra getur verið á Akureyri eða Húsavík.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með daglegum rekstri EIMS
  • Stefnumótun og áætlanagerð
  • Ábyrgð á öflun nýrra verkefna
  • Verkefnastjórnun og eftirfylgni
  • Samskipti og tengsl við hagaðila
  • Koma fram fyrir hönd EIMS og kynna starfsemi verkefnisins
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun og rekstri
  • Leiðtogahæfni og drifkraftur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Reynsla innan stjórnsýslunnar er kostur
  • Reynsla af þátttöku í evrópuverkefnum er kostur
  • Góð tungumálakunnátta
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

EIMUR er samstarfsverkefni sem snýr að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukinni grænni nýsköpun á Norðurlandi eystra. Að verkefninu standa Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur, SSNE og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. 


Markmið samstarfsins

  • Stuðla að aukinni verðmætasköpun með sterkum stuðningi við nýsköpun og hátækni
  • Stuðla að grænni atvinnuuppbyggingu
  • Stuðla að bættri nýtingu auðlinda og innleiðingu hringrásarhagkerfis
  • Auka matvælaframleiðslu og áframvinnslu matvæla á svæðinu með það fyrir augum að auka verðmætasköpun
  • Fjölga möguleikum svæðisins til að takast á við áskoranir samtímans og gera svæðið leiðandi þegar kemur að samspili orku, umhverfis og samfélags með sjálfbærni og verðmætasköpun að leiðarljósi

Umsóknarfrestur er til og með 5. september nk. 
Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi. 

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir,  geirlaug@hagvangur.is


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi