4. júlí 2023

Orkar þú orkuskiptin? Laust starf í teymi með Eimi

Hefur þú áhuga á vinna að Evrópuverkefni  í teymi með EIMI?

Eimur óskar eftir að ráða öflugan einstakling til að leiða Evrópuverkefni um  orkuskipti í dreifðum byggðum , sem verður samstarfsverkefni níu aðila í fimm Evrópulöndum. Markmið verkefnisins er að efla getu sveitarfélaganna og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlun fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélögin, SSNE, og atvinnulífið á svæðinu.

 
Starfssvið og helstu verkefni:

  • Aðkoma að mótun og innleiðingu aðgerða til orkuskipta hjá sveitarfélögum og atvinnulífi á Norðurlandi eystra
  • Verkefnastjórnun og eftirfylgni
  • Söfnun, greining og úrvinnsla gagna
  • Vinnsla texta til opinberrar birtingar á íslensku og ensku
  • Utanumhald og stýring vinnustofa og samráðsfunda
  • Samskipti við sveitarfélög, hagsmunaaðila á svæðinu og erlenda samstarfsaðila
  • Önnur verkefni sem snúa að orkuskiptum í samstarfi við hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Farsæl og haldgóð starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Þekking á orku- og umhverfismálum og áhugi á nýsköpun
  • Færni í meðferð tölulegra gagna
  • Færni í að koma frá sér efni í ræðu og riti
  • Framúrskarandi enskukunnátta
  • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum

Eimur  er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra með sjálfbærni, nýsköpun og verðmætasköpun að leiðarljósi og að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu á grænum forsendum.

Umsóknarfrestur er til og með  10. ágúst 2023

 Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is Telma Eiðsdóttir I telma@mognum.is

 Með umsókn þarf að fylgja ítarleg  ferilskrá  auk  kynningarbréfs  þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA UM 



Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi