Fara í efni

Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi sem miðar að því að auka fjárfestingar á svæðinu og skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.

Hlutverk Norðanáttar er að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki frá fyrstu stigum hugmyndar yfir í leit að fjárfestum, en það er gert með því að standa fyrir fjölda viðburða á hverju ári í hringrás nýsköpunar, sem styðja við nýsköpunarhugmyndir á ólíkum stigum og leggja áherslu á sjálfbærni, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir . Norðanátt hóf göngu sína árið 2021 þegar styrkur fékkst úr nýsköpunarsjóði Lóu frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköparráðuneytinu en með styrkveitingunni hófst fyrsta hringrásin á Norðurlandi þar sem haldið var m.a. lausnarmótið Hacking Norðurland, viðskiptahraðallinn Vaxtarými/Startup Storm og lauk fyrstu hringrásinni með fjárfestahátíð á Siglufirði í mars 2022.

Norðanátt hlaut svo stuðning frá Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytinu vorið 2022 til fjármagna aðra hringrás sem hófst á nýsköpunarkeppninni Norðansprotinn í maí 2022. 

Þá voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar í kjölfar vorið 2022 milli Norðanáttar og háskólanna á Norðurlandi; Háskólans á Akureyri og á Háskólans á Hólum með það að markmiði að skapa enn öflugra vistkerfi nýsköpunar á svæðinu. Háskólarnir eru mikilvægur hlekkur í því vistkerfi og því mikill fengur af samstarfinu.

Þriðja hringrás Norðanáttar hófst haustið 2023 með viðskiptahraðlinum Startup Storm og er fyrirhuguð Fjárfestahátíð á Siglufirði vorið 2024. 

Stofnaðilar Norðanáttar eru Eimur, landshlutasamtökin á Norðurlandi (SSNE og SSNV) ásamt RATA

Nánar um Norðanátt á www.nordanatt.is