12. maí 2022

Norðansprotinn 2022 - hálf milljón í verðlaunafé

Hefur þú fengið góða hugmynd sem þú skilur ekki afhverju enginn er að framkvæma? Hvernig væri að prófa að framkvæma lausnina sjálf/ur?

Norðanátt leitar að áhugaverðum nýsköpunarhugmyndum á sviði matar, vatns og orku til að taka þátt í nýsköpunarkeppninni Norðansprotanum dagana 16.- 20. maí. Umsækjendur geta verið einir eða verið hluti af teymi sem langar til þess að leggja sitt af mörkum til þess að láta hugmyndina verða að veruleika. Skráningin er opin fyrir alla.

Þú skráir þig til leiks með því að fylla út skráningarform hér fyrir miðnætti mánudaginn 16. maí. Það kostar ekkert að skrá sig.

Í kjölfarið færð þú tölvupóst með nánari upplýsingum m.a. upplýsingar um gerð og skil á einblöðungi sem lýsir hugmyndinni nánar. Skilafrestur á einblöðungi er til miðnættis, þriðjudginn 17. maí.

Í framhaldinu fá 5-8 umsækjendur tækifæri til að kynna hugmyndina fyrir dómnefnd og gestum á lokaviðburðinum sem fer fram föstudaginn 20. maí kl 16:00-18:00 í Háskólanum á Akureyri.

Sigurvegari keppninnar hlýtur titilinn Norðansprotinn 2022 og 500.000 kr í verðlaunafé.

 

DAGSKRÁ - Nýsköpunarvikan 16. - 20. maí

Mánudagur - Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti
Þriðjudagur - Skil á einblöðungum
Miðvikudagur - Tilkynnt um 5-8 teymi sem fá tækifæri til að kynna á lokaviðburðinum
Fimmtudagur 11:30-12:30 - Pitch þjálfun á netinu
Föstudagur 11:30-12:30 - General prufa
Föstudagur 16:00-18:00 - Lokaviðburður, kynningar og verðlaunaafhending

 


Deila frétt

Laust starf hjá Eimi
8. desember 2025
Eimur leitar að öflugum og hugmyndaríkum einstaklingi til að vinna að kynningarmálum, miðlun og viðburðahaldi á vegum félagsins. Viðkomandi kemur að fjölmörgum og krefjandi verkefnum og verður hluti af skemmtilegum vinnustað. Verkefnastjóri vinnur náið með starfsfólki og samstarfsaðilum Eims. Um tímabundið starf er að ræða, út árið 2026 með möguleika á framlengingu. Helstu verkefni og ábyrgð Umsjón markaðs- og kynningarmála fyrir Eim Efnissköpun og miðlun gegnum vef og samfélagsmiðla Markaðsgreiningar, stefnumótun og eftirfylgni Skipulag og framkvæmd viðburða Fjölbreytt samskipti við samstarfsaðila og aðra hagaðila Skrifstofustjórn Stuðningur við gerð bókhalds Vinna með teyminu að þróun nýrra verkefna á starfssvæði Eims Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum vinnustaðarins Menntunar og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi Reynsla af upplýsingamiðlun, markaðssetningu og verkefnastjórnun Góð þekking á vefumsjón, samfélagsmiðlum og stafrænni markaðssetningu Reynsla af greinarskrifum, gerð kynningarefnis og miðlunar Hæfni til að koma fram og halda kynningar er kostur Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli Góð almenn tölvufærni og hæfni til að tileinka sér nýjungar Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum Rík hæfni í samskiptum og samstarfi, vönduð og öguð vinnubrögð Starfstöð verkefnastjóra er á Akureyri. Starfið krefst ferðalaga um starfssvæðið og býður upp á sveigjanlegan vinnutíma. Eimur er samstarfsverkefni sem snýr að bættri nýtingu auðlinda á Norðurlandi með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Að verkefninu standa Landsvirkjun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur. Sótt er um starfið á www.mognum.is Nánari upplýsingar veita Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is og Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is Umsóknarfrestur er til 18. desember 2025 Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.
27. nóvember 2025
Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað rúmlega 1,3 milljörðum króna til 109 verkefna sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða fela í sér nýsköpun á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Eimur er meðal þeirra sem hljóta styrk að þessu sinni. Verkefni ber heitið Nýting lífræns efnis úr fráveituvatni til orkuframleiðslu . Það felur í sér uppsetningu færanlegs hreinsibúnaðar við sláturhús Kjarnafæðis/Norðlenska á Húsavík, í samstarfi við Orkuveitu Húsavíkur og Kjarnafæði Norðlenska. Markmið verkefnisins er að sýna fram á kosti þess að koma upp forhreinsivirki fyrir fráveituvatn frá matvælafyrirtækjum, draga úr lífrænu álagi og nýta efni sem annars færu til spillis, meðal annars til framleiðslu á lífdísil og lífgasi í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Gefn . Verkefnið er fyrst og fremst ætlað sem sýnidæmi sem getur orðið stjórnvöldum og fyrirtækjum hvatning til frekari aðgerða í fráveitumálum. Með því að hreinsa vatnið þar sem mengunin fellur til skapast betri möguleikar til að sækja verðmæt efni í fráveituna, auk þess sem álag á innviði sveitarfélaga minnkar verulega. Verkefnið er einnig hluti af ICEWATER verkefninu, sem að hluta er fjármagnað af LIFE styrktarsjóði Evrópusambandsins. Með styrknum frá Loftslags- og orkusjóði er tryggt að hefja uppsetningu búnaðarins fyrir sláturtíð 2026. Við hlökkum til að segja frá framgangi verkefnisins. Nánar um úthlutun Loftslags- og orkusjóðs og þau 109 verkefni sem hlutu styrk má finna á vef sjóðsins.
25. nóvember 2025
Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri