22. nóvember 2018

Skordýr, eldfjöll og ull

Skordýraræktun, jarðhita- og eldfjallasýning í Mývatnssveit og vinnsla á lanolini úr íslenskri ull eru allt frumkvöðlaverkefni sem hlutu verðlaun í atvinnu- og nýsköpunarhraðli ANA sem lauk í nýverið. Hraðallinn spannaði átta vikur og var tilgangur hans að hvetja til nýsköpunar og styðja frumkvöðla við  þróun og mótun viðskiptahugmynda sinna.

Atvinnu- og nýsköpunarhraðallinn er samstarfsverkefni sem byggir á því að styðja við frumkvöðla og aðstoða þá við að þróa hugmyndir sínar þannig að þær geti orðið að veruleika. Að hraðlinum standa Tækifæri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuþróunarfélögin á Norðurlandi eystra, EIMUR, Háskólinn á Akureyri og atvinnulífið. Hraðallinn er frumkvöðlasamkeppni á norðausturlandi sem gefur þátttakendum tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim markvissar áætlanir. Hraðallinn hófst með Atvinnu- og nýsköpunardeginum þann 15. september þar sem öllum áhugasömum bauðst að koma í frumkvöðlasetrið Verksmiðjuna við Glerárgötu á Akureyri og skrá sig til leiks. Þá tók við átta vikna hraðall þar sem þátttakendum var boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð frá sérfræðingum á sviði nýsköpunar og viðskipta.

Föstudaginn 9. nóvember lauk hraðlinum með kynningu allra verkefnanna sem tóku þátt og verðlaunaafhendingu fyrir bestu hugmyndirnar. Þrjár hugmyndir fengu verðlaun að þessu sinni. Nýsköpunarverðlaunin fengu Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich fyrir hugmynd sína TULCIS sem gengur út á ræktun skordýra til fóðurframleiðslu. Sigurlaun þeirra voru peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna. Sérstök hvatningarverðlaun hlaut Páll B. Guðmundsson fyrir hugmynd sína Ærlegur um vinnslu á fitu úr íslenskri ull, lanolini, sem svo er hægt að nýta í hágæðavörur. Hann hlaut einnig 300 þúsund krónur í peningaverðlaun fyrir vikið. Sérstök verðlaun, Eimurinn, voru veitt fyrir bestu hugmyndina sem tengist sjálfbærni, aukinni nýtingu auðlindastrauma og/eða samspili orku, umhverfis og samfélags. Þau verðlaun hlutu Júlía Katrín Björke og Helgi Arnar Alfreðsson fyrir sýninguna sína ‚Living on a Volcano‘ þar sem jarðhitinn, eldfjöllin og samspil manns og náttúru er í aðalhlutverki. Þeirra sigurlaun voru Eimurinn, sem Sigrún Björg Aradóttir hjá Agndofa hönnunarhúsi hannaði sérstaklega fyrir þennan viðburð, sem og peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna.

Dómnefndina skipuðu Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Tröppu ráðgjafar, Sigurður Steingrímsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Sunna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Eim og Jón Steindór Árnason, framkvæmdastjóri Tækifæris.

Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich
Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich hlutu Nýsköpunarverðlaunin fyrir verkefnið TULCIS

Páll B. Guðmundsson fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir verkefni um vinnslu á lanolini úr ull
Páll B. Guðmundsson fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir verkefni um vinnslu á lanolini úr ull 

Helgi Arnar Alfreðsson og Júlía Katrín Björke sigruðu Eiminn fyrir sýninguna sína ‚Living on a Volcano‘ þar sem jarðhitinn, eldfjöllin og samspil manns og náttúru er í aðalhlutverki.
Helgi Arnar Alfreðsson og Júlía Katrín Björke sigruðu Eiminn fyrir sýninguna sína ‚Living on a Volcano‘ þar sem jarðhitinn, eldfjöllin og samspil manns og náttúru er í aðalhlutverki. 

Eimurinn, verðlaunagripur fyrir bestu hugmyndinasem tengist sjálfbærni, aukinni nýtingu auðlindastrauma og/eða samspili orku, umhverfis og samfélags.
Eimurinn, verðlaunagripur fyrir bestu hugmyndinasem tengist sjálfbærni, aukinni nýtingu auðlindastrauma og/eða samspili orku, umhverfis og samfélags. Sigrún Björg Aradóttir hjá Agndofa hönnunarhúsi hannaði gripinn sérstaklega fyrir þennan viðburð, 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.