22. nóvember 2018

Skordýr, eldfjöll og ull

Skordýraræktun, jarðhita- og eldfjallasýning í Mývatnssveit og vinnsla á lanolini úr íslenskri ull eru allt frumkvöðlaverkefni sem hlutu verðlaun í atvinnu- og nýsköpunarhraðli ANA sem lauk í nýverið. Hraðallinn spannaði átta vikur og var tilgangur hans að hvetja til nýsköpunar og styðja frumkvöðla við  þróun og mótun viðskiptahugmynda sinna.

Atvinnu- og nýsköpunarhraðallinn er samstarfsverkefni sem byggir á því að styðja við frumkvöðla og aðstoða þá við að þróa hugmyndir sínar þannig að þær geti orðið að veruleika. Að hraðlinum standa Tækifæri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuþróunarfélögin á Norðurlandi eystra, EIMUR, Háskólinn á Akureyri og atvinnulífið. Hraðallinn er frumkvöðlasamkeppni á norðausturlandi sem gefur þátttakendum tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim markvissar áætlanir. Hraðallinn hófst með Atvinnu- og nýsköpunardeginum þann 15. september þar sem öllum áhugasömum bauðst að koma í frumkvöðlasetrið Verksmiðjuna við Glerárgötu á Akureyri og skrá sig til leiks. Þá tók við átta vikna hraðall þar sem þátttakendum var boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð frá sérfræðingum á sviði nýsköpunar og viðskipta.

Föstudaginn 9. nóvember lauk hraðlinum með kynningu allra verkefnanna sem tóku þátt og verðlaunaafhendingu fyrir bestu hugmyndirnar. Þrjár hugmyndir fengu verðlaun að þessu sinni. Nýsköpunarverðlaunin fengu Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich fyrir hugmynd sína TULCIS sem gengur út á ræktun skordýra til fóðurframleiðslu. Sigurlaun þeirra voru peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna. Sérstök hvatningarverðlaun hlaut Páll B. Guðmundsson fyrir hugmynd sína Ærlegur um vinnslu á fitu úr íslenskri ull, lanolini, sem svo er hægt að nýta í hágæðavörur. Hann hlaut einnig 300 þúsund krónur í peningaverðlaun fyrir vikið. Sérstök verðlaun, Eimurinn, voru veitt fyrir bestu hugmyndina sem tengist sjálfbærni, aukinni nýtingu auðlindastrauma og/eða samspili orku, umhverfis og samfélags. Þau verðlaun hlutu Júlía Katrín Björke og Helgi Arnar Alfreðsson fyrir sýninguna sína ‚Living on a Volcano‘ þar sem jarðhitinn, eldfjöllin og samspil manns og náttúru er í aðalhlutverki. Þeirra sigurlaun voru Eimurinn, sem Sigrún Björg Aradóttir hjá Agndofa hönnunarhúsi hannaði sérstaklega fyrir þennan viðburð, sem og peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna.

Dómnefndina skipuðu Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Tröppu ráðgjafar, Sigurður Steingrímsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Sunna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Eim og Jón Steindór Árnason, framkvæmdastjóri Tækifæris.

Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich
Christin Irma Schröder og Torsten Ullrich hlutu Nýsköpunarverðlaunin fyrir verkefnið TULCIS

Páll B. Guðmundsson fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir verkefni um vinnslu á lanolini úr ull
Páll B. Guðmundsson fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir verkefni um vinnslu á lanolini úr ull 

Helgi Arnar Alfreðsson og Júlía Katrín Björke sigruðu Eiminn fyrir sýninguna sína ‚Living on a Volcano‘ þar sem jarðhitinn, eldfjöllin og samspil manns og náttúru er í aðalhlutverki.
Helgi Arnar Alfreðsson og Júlía Katrín Björke sigruðu Eiminn fyrir sýninguna sína ‚Living on a Volcano‘ þar sem jarðhitinn, eldfjöllin og samspil manns og náttúru er í aðalhlutverki. 

Eimurinn, verðlaunagripur fyrir bestu hugmyndinasem tengist sjálfbærni, aukinni nýtingu auðlindastrauma og/eða samspili orku, umhverfis og samfélags.
Eimurinn, verðlaunagripur fyrir bestu hugmyndinasem tengist sjálfbærni, aukinni nýtingu auðlindastrauma og/eða samspili orku, umhverfis og samfélags. Sigrún Björg Aradóttir hjá Agndofa hönnunarhúsi hannaði gripinn sérstaklega fyrir þennan viðburð, 


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð