30. september 2025

Slímugir, en bragðgóðir - Sniglasmakk og fræðsla á Hönnunarþingi

Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.

Eimur kynnir sniglarækt á Norðurlandi á Hönnunarþingi á Húsavík


Eimur var með innlegg til hátíðarinnar á föstudeginum þegar Sigurður Líndal Þórisson hjá Eimi hélt erindi um sniglarækt sem nýjan og spennandi möguleika fyrir íslenskan landbúnað og þá möguleika sem felast í að nýta glatvarma til sniglaframleiðslu hér á landi. Erindinu var vel tekið af gestum þingsins og fjölbreyttar spurningar sem bárust frá gestum úr sal, enda um algjöra nýjung um að ræða hér á landi. (sjá myndir neðar í frétt)

Sniglasmakk Eims á Hönnunarþingi á Húsavík

Á laugardeginum bauð Eimur gestum Hönnunarþingsins að smakka snigla frá írsku sniglaræktinni Inis Escargot. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru mótttökurnar einstaklega jákvæðar. Framreiðslan var í höndum Kolfinnu Maríu, sem fékk frábæra aðstoð frá Ásbirni Nóa, kokki á Húsavík og Kjartani Gíslasyni, kokki og stofnanda OmNom. Við færum þeim okkar bestu þakkir fyrir dygga aðstoð.

Sniglaviðburðir á Norðurlandi í október

Áframhaldandi umræður og fræðsla um sniglarækt sem nýja og sjálfbæra aukabúgrein halda svo áfram í október, þegar Eimur stendur fyrir röð fræðandi og hagnýtra viðburða víðs vegar um Norðurland. Þar verður meðal annars fjallað um:
• Hvernig hægt er að nýta glatvarma úr hitaveitulögnum til arðbærrar framleiðslu
• Snigla sem lúxusmatvöru á alþjóðamarkaði
• Nýting afurða snigla í fiskeldi, snyrtivörur og áburð
• Tækifæri til fjölbreyttari atvinnusköpunar í dreifbýli
Einn af fyrirlesurum viðburðanna er írskur sniglabóndi, Peter Monaghan frá Inis Escargot, sem hefur áratuga reynslu af aðlögun sniglaræktunar að ólíkum aðstæðum og deilir nú þekkingu sinni með íslenskum bændum, frumkvöðlum og öðrum áhugasömum.


Staðsetningar og tímasetningar

• 14. október · kl. 12:00–16:00 · Hlaðan, Hvammstanga
• 15. október · kl. 17:00–21:00 · 1238 safnið, Sauðárkróki
• 16. október · kl. 10:00–14:00 · Sel Hótel, Þingeyjarsveit
• 16. október · kl. 16:00–18:00 · Drift EA, Akureyri


Við hvetjum alla áhugasama – bændur, frumkvöðla og þá sem hafa hug á að kanna nýjar leiðir í atvinnu- og verðmætasköpun, að taka þátt á fræðsluviðburðum Eims í október. Skráning og þátttaka er ókeypis og boðið verður upp á léttar veitingar! 


Smelltu hér til að skrá þig


  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Sigurður Líndal Þórisson með erindi um sniglarækt á Íslandi

    Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Erindi Eims um sniglarækt vakti mikla lukku á Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík

    Slide title

    Write your caption here
    Button

Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð