4. júní 2021
Fyrirlestrar frá lausnamótinu Hacking Norðurland 2021

Lausnamótið Hacking Norðurland fór fram dagana 15. - 18. apríl 2021. Í tengslum við lausnamótið voru áhugaverðir fyrirlestrar til þess að veita þátttakendum innblástur og gefa betri sýn í frumkvöðlaheiminn.
Helstu fyrirlestra lausnamótsins má finna hér að neðan
- Fyrirlestur 1
- i) Áskoranir, hugmyndir og verkefni - Nýsköpunarferlið. Svava Björk, meðstjórnandi Hacking Hekla og stofnandi RATA, fjallar um upplegg lausnamótsins og fer einnig yfir það hvernig nýsköpunarferlið gengur fyrir sig.
- ii) Græn og gróskumikil framtíð. Ragnheiður Þórarinsdóttir, Rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, fjallar um það starf sem skólinn stendur fyrir.
- iii) Tækifæri í samhengi. Sveinn Margerisson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og verkefnastjóri Nýsköpunar í norðri, fjallar um tækifærin sem eru á svæðinu.
- Fyrirlestur 2
- i) Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, fjallar um innleiðingu lausna og starfsemi Vistorku
- ii) Arnar Sigurðsson, stofnandi Austan Mána og Hugmyndaþorps, ræðir sköpunarkraftinn sem býr í samfélögum
- Fyrirlestur 3
- i) James McDaniel, sigurvegari Hacking Suðurland 2020, ræðir verkefnið sitt og hvernig lausnamótið hjálpaði honum að vinna með hugmyndina sína
- ii) Ingvi Hrannar Ómarsson, frumkvöðull og kennari í Skagafirði, fer yfir þar starf sem hann stendur fyrir
- Fyrirlestur 4
- Kynningar teymanna fyrir dómnefnd
- Fyrirlestur 5
- i) Silja hjá SSNE og Kolfinna hjá SSNV fara yfir þann stuðning sem er í boði fyrir frumkvöðla á Norðurlandi
- ii) Dómnefnd kynnir sigurvegara lausnamótsins Hacking Norðurland 2021
Deila frétt

RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu.