30. október 2018

Græni túrinn prufukeyrður

Eitt af samstarfsverkefnum EIMS er þróun ferðaþjónustupakka sem nefnist: "Græni Túrinn". Hann snýst um að vinna með aðilum í ferða- og orkugeiranum að því að þróa pakkaferðir sem byggja á sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda á NA-landi. Í október kom til landsins rýnihópur sem prufukeyrði túrinn til að safna gögnum og reynslu til frekari þróun verkefnisins.

Töluverður áhugi er meðal tiltekins markhóps ferðamanna um að upplifa sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og samspil manns og náttúru á jarðhitasvæðum. Meðal þess sem NA-land hefur upp á að bjóða í þeim efnum er fjölbreytt orkuframleiðslameð jarðhita og vatnsafli til rafmagnsframleiðslu sem og lífdísil- og metanframleiðslu þar sem úragngi er breytt í eldsneyti. Nýting jarðhita til ræktunar á grænmeti á sér einnig langa sögu á svæðinu og er sífellt verið að leita nýrra leiða til að nýta jarðhitann enn frekar til matvælaframleiðslu. Þetta samspil manns og náttúru finnst mörgum áhugavert og vilja kynna sér það nánar. Til að mæta þeim áhuga, og ekki síður til að auka fjölbreytni í nýtingu jarðhitans, hófst þróun "Græna Túrsins" í samvinnu við aðila í ferða- og orkugeiranum. Þrjár útgáfur af túrnum hafa verið skilgreindar og voru þær prufukeyrðar í október með rýnihóp sem endurspeglar markhópinn sem horft er til. Ein útgáfa túrsins fól í sér að skoða jarðfræði Mývatnssveitar, fara í Kröflu, Laxárvirkjun, gróðurhúsin að Hveravöllum, kíkja á vilta gullfiska, snæða jarðhitamat á Sölku á Húsavík og fara í Sjóböðin. Önnur útgáfa snýst um Akureyri og nágrenni þar sem farið var yfir starfsemi Norðurorku, kíkt heimsókn í Orkey til að skoða lífdíselframleiðslu, farið í Moltu, Glerárvirkjun skoðuð sem og metanvinnsla í Glerárdal, farið á Kaffi Kú og kíkt við í Laugalandi.

Þessa dagana er unnið úr gögnum sem safnað var í ferðinni og verða þau nýtt til frekari þróunar túrsins.

Hér má sjá nokkrar myndir úr túrnum:

Gróðurhús Hveravöllum
Páll Ólafsson fór yfir ylrækt á Hveravöllum sem á sér meira en aldarlanga sögu /Mynd: Gunnar Jóhannesson-Travel North

Hverarönd við Námaskarð
Hverarönd austan við Námaskarð vekur ávalt athygli ferðamanna /Mynd: Gunnar Jóhannesson-Travel North

Holutoppur við Kröflu
Holutoppur í grennd við Kröflu /Mynd: Gunnar Jóhannesson-Travel North


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð