30. október 2018

Græni túrinn prufukeyrður

Eitt af samstarfsverkefnum EIMS er þróun ferðaþjónustupakka sem nefnist: "Græni Túrinn". Hann snýst um að vinna með aðilum í ferða- og orkugeiranum að því að þróa pakkaferðir sem byggja á sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda á NA-landi. Í október kom til landsins rýnihópur sem prufukeyrði túrinn til að safna gögnum og reynslu til frekari þróun verkefnisins.

Töluverður áhugi er meðal tiltekins markhóps ferðamanna um að upplifa sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og samspil manns og náttúru á jarðhitasvæðum. Meðal þess sem NA-land hefur upp á að bjóða í þeim efnum er fjölbreytt orkuframleiðslameð jarðhita og vatnsafli til rafmagnsframleiðslu sem og lífdísil- og metanframleiðslu þar sem úragngi er breytt í eldsneyti. Nýting jarðhita til ræktunar á grænmeti á sér einnig langa sögu á svæðinu og er sífellt verið að leita nýrra leiða til að nýta jarðhitann enn frekar til matvælaframleiðslu. Þetta samspil manns og náttúru finnst mörgum áhugavert og vilja kynna sér það nánar. Til að mæta þeim áhuga, og ekki síður til að auka fjölbreytni í nýtingu jarðhitans, hófst þróun "Græna Túrsins" í samvinnu við aðila í ferða- og orkugeiranum. Þrjár útgáfur af túrnum hafa verið skilgreindar og voru þær prufukeyrðar í október með rýnihóp sem endurspeglar markhópinn sem horft er til. Ein útgáfa túrsins fól í sér að skoða jarðfræði Mývatnssveitar, fara í Kröflu, Laxárvirkjun, gróðurhúsin að Hveravöllum, kíkja á vilta gullfiska, snæða jarðhitamat á Sölku á Húsavík og fara í Sjóböðin. Önnur útgáfa snýst um Akureyri og nágrenni þar sem farið var yfir starfsemi Norðurorku, kíkt heimsókn í Orkey til að skoða lífdíselframleiðslu, farið í Moltu, Glerárvirkjun skoðuð sem og metanvinnsla í Glerárdal, farið á Kaffi Kú og kíkt við í Laugalandi.

Þessa dagana er unnið úr gögnum sem safnað var í ferðinni og verða þau nýtt til frekari þróunar túrsins.

Hér má sjá nokkrar myndir úr túrnum:

Gróðurhús Hveravöllum
Páll Ólafsson fór yfir ylrækt á Hveravöllum sem á sér meira en aldarlanga sögu /Mynd: Gunnar Jóhannesson-Travel North

Hverarönd við Námaskarð
Hverarönd austan við Námaskarð vekur ávalt athygli ferðamanna /Mynd: Gunnar Jóhannesson-Travel North

Holutoppur við Kröflu
Holutoppur í grennd við Kröflu /Mynd: Gunnar Jóhannesson-Travel North


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi