26. september 2018

Sumarverkefni Eims á lokasprettinum

Í sumar hefur Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir starfað hjá Eim í sérverkefnum. Nú líður að lokum verksins og verður afraksturinn, skýrsla um þjóðhagslegan ávinning NA-lands af náttúruauðlindum, kynntur opinberlega síðar í vetur.

Gunnlaug Helga útskrifaðist úr Háskólanum á Akureyri síðastlið vor með BS-gráðu í sjávarútvegsfræðum. Lokaverkefni hennar snerist um möguleika til seiðaeldis í Ólafsfirði þar sem hún er fædd og uppalin. Verkefni hennar sem sumarstarfsmaður Eims snérust um að safna saman upplýsingum um nýtingu náttúruauðlinda svæðisins með sérstaka áherslu á jarðvarma og ferskvatn. Þær upplýsingar voru nýttar til að meta þjóðhagslegan ávinning, eða sparnað, íbúa á NA-landi af auðlindunum. Niðurstöðunum hefur verið safnað saman og settar fram í skýrslu sem nú er á lokametrunum. Auk þess að gefa skýrari mynd af notkun auðlindanna kom ýmislegt áhugavert í ljós við grufl sumarsins, t.d. að jarðhitinn sparar heimilum á NA-landi 8 milljarða á ári í húshitunarkostnað. Einnig sást áhugaverður munur á ferskvatnsnotkun á mann á milli nágrannasveitarfélaganna Norðurþings og Tjörnesshrepps. Á meðan Tjörnesingar nota 142 lítra hver á dag þá notar hver íbúi Norðurþings 22.000 lítra daglega. Þó draga mætti þá ályktun að íbúar Norðurþings séu með alla kaldavatnskrana stöðugt opna þá er það ekki svo, heldur fer vatnið að langstærstum hluta í landeldi á fiski við Húsavík og í Öxarfirði. 

Gunnlaug Helga leggur nú lokahönd á skýrslu þar sem afrakstur sumarvinnunnar kemur fram. Þegar þeirri vinnu er lokið verður niðurstaðan kynnt almenningi og skýrslan birt hér á heimasíðunni. 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.