26. september 2018

Sumarverkefni Eims á lokasprettinum

Í sumar hefur Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir starfað hjá Eim í sérverkefnum. Nú líður að lokum verksins og verður afraksturinn, skýrsla um þjóðhagslegan ávinning NA-lands af náttúruauðlindum, kynntur opinberlega síðar í vetur.

Gunnlaug Helga útskrifaðist úr Háskólanum á Akureyri síðastlið vor með BS-gráðu í sjávarútvegsfræðum. Lokaverkefni hennar snerist um möguleika til seiðaeldis í Ólafsfirði þar sem hún er fædd og uppalin. Verkefni hennar sem sumarstarfsmaður Eims snérust um að safna saman upplýsingum um nýtingu náttúruauðlinda svæðisins með sérstaka áherslu á jarðvarma og ferskvatn. Þær upplýsingar voru nýttar til að meta þjóðhagslegan ávinning, eða sparnað, íbúa á NA-landi af auðlindunum. Niðurstöðunum hefur verið safnað saman og settar fram í skýrslu sem nú er á lokametrunum. Auk þess að gefa skýrari mynd af notkun auðlindanna kom ýmislegt áhugavert í ljós við grufl sumarsins, t.d. að jarðhitinn sparar heimilum á NA-landi 8 milljarða á ári í húshitunarkostnað. Einnig sást áhugaverður munur á ferskvatnsnotkun á mann á milli nágrannasveitarfélaganna Norðurþings og Tjörnesshrepps. Á meðan Tjörnesingar nota 142 lítra hver á dag þá notar hver íbúi Norðurþings 22.000 lítra daglega. Þó draga mætti þá ályktun að íbúar Norðurþings séu með alla kaldavatnskrana stöðugt opna þá er það ekki svo, heldur fer vatnið að langstærstum hluta í landeldi á fiski við Húsavík og í Öxarfirði. 

Gunnlaug Helga leggur nú lokahönd á skýrslu þar sem afrakstur sumarvinnunnar kemur fram. Þegar þeirri vinnu er lokið verður niðurstaðan kynnt almenningi og skýrslan birt hér á heimasíðunni. 


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð