20. desember 2023

Eimur á orkuráðstefnu í Tallinn

Í síðustu viku fór Eimur sem staðgengill Umhverfis-, orku og loftlagsráðuneytisins á orkuráðstefnu Norður- og Eystrasaltslandanna (e. Nordic-Baltic Energy Conference 2023) sem haldin var í Tallin, Eistlandi dagana 11.-12. desember sl.

Skúli Gunnar Árnason, verkefnastjóri RECET hélt þar erindi undir yfirskriftinni “Energy policy on the local level. Planning and implementing energy actions with local authorities”.  Á ráðstefnunni kynnti Skúli verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET) , sem nýlega hlaut styrk sem nemur um 1,5 milljónum evra (225 M ISK) úr LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins. Í erindi sínu talaði Skúli um markmið þess verkefnis, þ.e. að stuðla að orkuskiptum og áætlanagerð í orkuskiptum í dreifðum byggðum. Erindinu var vel tekið og bárust áhugaverðar spurningar úr sal ásamt því að ráðstefnugestir tengdu margir við þau vandamál sem fylgja dreifðum byggðum og hlökkuðu til að sjá árangur verkefnisins og hvort það gæti nýst í þeirra eigin heimabyggð.

Fjölmörg erindi voru flutt á ráðstefnunni m.a. um breyttar Evrópu tilskipanir með hertum markmiðum um hlutfall endurnýtanlegra orkugjafa af heildarorkunni, RED, neðanjarðar orkugeymslumöguleika bæði fyrir vetni og fyrir vatn (pumped storage) ásamt því að erindi voru flutt um vetni og hlutverk þess í orkublöndu framtíðar.

 

 


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi