20. desember 2023

Eimur á orkuráðstefnu í Tallinn

Í síðustu viku fór Eimur sem staðgengill Umhverfis-, orku og loftlagsráðuneytisins á orkuráðstefnu Norður- og Eystrasaltslandanna (e. Nordic-Baltic Energy Conference 2023) sem haldin var í Tallin, Eistlandi dagana 11.-12. desember sl.

Skúli Gunnar Árnason, verkefnastjóri RECET hélt þar erindi undir yfirskriftinni “Energy policy on the local level. Planning and implementing energy actions with local authorities”.  Á ráðstefnunni kynnti Skúli verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET) , sem nýlega hlaut styrk sem nemur um 1,5 milljónum evra (225 M ISK) úr LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins. Í erindi sínu talaði Skúli um markmið þess verkefnis, þ.e. að stuðla að orkuskiptum og áætlanagerð í orkuskiptum í dreifðum byggðum. Erindinu var vel tekið og bárust áhugaverðar spurningar úr sal ásamt því að ráðstefnugestir tengdu margir við þau vandamál sem fylgja dreifðum byggðum og hlökkuðu til að sjá árangur verkefnisins og hvort það gæti nýst í þeirra eigin heimabyggð.

Fjölmörg erindi voru flutt á ráðstefnunni m.a. um breyttar Evrópu tilskipanir með hertum markmiðum um hlutfall endurnýtanlegra orkugjafa af heildarorkunni, RED, neðanjarðar orkugeymslumöguleika bæði fyrir vetni og fyrir vatn (pumped storage) ásamt því að erindi voru flutt um vetni og hlutverk þess í orkublöndu framtíðar.

 

 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.