Fara í efni

Tuttugu vilja leiða Evrópuverkefni um orkuskipti í dreifðum byggðum

Tuttugu vilja leiða Evrópuverkefni um orkuskipti í dreifðum byggðum

Tuttugu sóttu um starf sérfræðings hjá Eimi til að leiða Evrópuverkefni um orkuskipti í dreifðum byggðum. Auglýst var um starfið 4. júlí og var umsóknarfrestur til og með 10. ágúst sl.

Markmið verkefnisins er að efla getu sveitarfélaganna og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlun fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélögin, SSNE, og atvinnulífið á svæðinu. Verkefnið sem um ræðir er samstarfsverkefni níu aðila í fimm Evrópulöndum.

Verið er að fara yfir umsóknirnar tuttugu og verður haft samband við alla sem sóttu um.