Fara í efni

Vinnustofa um heildstæð orkuskipti á Samsø - RECET

Vinnustofa um heildstæð orkuskipti á Samsø - RECET

Vinnustofan var í höndum Energi Akademiet sem hafa áratuga reynslu af því að þróa og innleiða svæðis…
Vinnustofan var í höndum Energi Akademiet sem hafa áratuga reynslu af því að þróa og innleiða svæðisbundnar orkuskiptaáætlanir.

Sem hluta af RECET verkefninu, bauð Eimur og samstarfsaðilar í fræðsluferð um orkuskipti í mars síðastliðnum.

RECET verkefnið er samstarfsverkefni styrkt af Evrópusambandinu og er til næstu þriggja ára. Verkefnið snýst um að styðja sveitarfélögin á Norðurlandi eystra í því að smíða orkuskiptaáætlanir. Sem liður í því verkefni fór Eimur, Vestfjarðarstofa og Íslensk Nýorka til Samsø í Danmörku til að fræðast um heildstæð orkuskipti í litlum samfélögum.

Samsø er 3800 manna eyja rétt norðan við Stóra beltið í Danmörku. Eyjan hóf sína orkuskiptavegferð árið 1997 og árið 2007 varð eyjan sjálfbær í umhverfisvænni raforkuframleiðslu og húshitun. Verkefnið er sérstakt að því leytinu að það var unnið í samvinnu og sátt við íbúa eyjunnar og voru lausnirnar m.a. sérsniðnar að vindorku og þeim breytileika í framleiðslu sem fylgir vindorkunni.

Það var frábær þátttaka og frá Norðurlandi eystra komu fulltrúar frá Akureyrarbæ, Norðurþingi, Þingeyjarsveit, Langanesbyggð og Hafnarsamlagi Norðurlands. Frá Vestfjörðum komu fulltrúar frá Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð, Reykhólahreppi og Bolungarvíkurbæ.

Á Samsø fengu þátttakendur skoðunarferð um eyjuna undir leiðsögn Samsø Energy Academy þar sem snjallar lausnir í orkuskiptum voru kynntar, t.d. í vindorkuframleiðslu, húshitun með afgangs lífmassa, hleðslulausnir við hafnir og hvernig hringrásarhagkerfi var haft að leiðarljósi við úrlausn orkuskiptanna.

Í kjölfar skoðunarferðarinnar var haldin vinnustofa þar sem þátttakendur spreyttu sig á brennandi spurningum sem þau komu með úr heimabyggð undir leiðsögn frá Samsø Energy Academy.

Um þessar mundir eru orkuskiptin á allra vörum og ljóst að það er mikill áhugi á verkefnum sem stuðla að orkuskiptunum. Næstu þrjú árin mun RECET verkefnið mun styðja við þá vegferð.