29. desember 2022

Karen Mist nýr verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka

Karen Mist Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka. Starfið er nýtt hjá Norðurþingi og Eimi og mun Karen hafa það hlutverk með höndum að leiða vinnu við uppbyggingu starfseminnar í anda nýsköpunar, loftlagsmála og orkuskipta.  

Karen er lífferlatækniverkfræðingur og hefur verið búsett í Danmörku síðustu misseri. Hún starfaði síðast sem sölustjóri hjá Alumichem þar sem verkefni hennar lutu meðal annars að búnaði og ferlum í tengslum við vatnshreinsun, endurnýtingu vatns, úrgangs og annarra auðlinda auk þess sem hún var teymisstjóri.

Karen hefur mikla reynslu af verkefnastjórnun og samvinnu með hagsmunaaðilum og fyrirtækjum í verkefnum m.a. í tengslum við uppbyggingu umhverfisvænna ferla og endurnýtingu hráefna.

Starf verkefnastjóra var auglýst þann 8. nóvember  sl. og voru fimmtán umsækjendur um starfið. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningarþjónustuna Mögnum á Akureyri.

Karen er Akureyringur fædd 1989 en hefur búið í Danmörku sl. 14 ár þar sem hún dvaldi með fjölskyldu sinni við nám og störf. Hún er gift Einari Sigþórssyni og saman eiga þau tvö börn.


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi